Handbolti

Haukasigur á Akureyri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andri Snær og félagar í Akureyri réðu ekki við Haukana í kvöld.
Andri Snær og félagar í Akureyri réðu ekki við Haukana í kvöld.

Íslandsmeistarar Hauka endurheimtu þriggja stiga forskot sitt á toppi N1-deildar karla með fimm marka sigri á Akureyri, 23-28, í kvöld. Akureyri sem fyrr í sjötta sæti deildarinnar.

Akureyringar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 6-2 eftir rúmlega átta mínútna leik.

Haukar hresstust eftir því sem leið á leikinn og Freyr Brynjarsson kom þeim yfir, 9-10, í fyrsta skipti í leiknum eftir rúmlega 20 mínútna leik.

Haukarnir héldu forystunni allt til loka hálfleiksins og leiða í leikhléi með 2 mörkum, 11-13.

Haukar voru lengstum með þægilegt forskot í síðari hálfleik en Akureyringar komu til baka undir lokin og minnkuðu muninn í eitt mark, 23-24, þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir.

Haukar settu þá í gírinn á nýjan leik, skoruðu síðustu fjögur mörk leiksins og unnu, 23-28.

Bein lýsing á heimasíðu Akureyrar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×