Ofurmaðurinn Michael Phelps lenti í árekstri í Baltimore í gærkvöldi en slapp ómeiddur rétt eins og tveir farþegar í bíl hans.
Phelps keyrir um á Cadillac Escalade og lenti í árekstri við Hondu Accord. Ökumaður Hondunnar var fluttur á spítala til athugunar en var ekki alvarlega meidd.
Phelps og félagar fóru aftur á móti beint heim eftir að lögregla hafði rætt við þá. Ekki sá áfengi á nokkrum manni.