Golf

Myndaveisla: Golf í Grafarholti

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Daníel
Mynd/Daníel

Það var svo sannarlega boðið upp á golfveislu af bestu gerð í Grafarholtinu í gær þegar lokadagurinn á Íslandsmótinu í höggleik fór fram.

Daníel Rúnarsson, einn færasti íþróttaljósmyndari landsins, mætti á staðinn og tók myndirnar sem má nálgast í mynda-albúminu hér að neðan.

Aðstæður voru hreint frábærar í Grafarholtinu um helgina þar sem Íslandsmótið í höggleik fór fram. Áhorfendur fjölmenntu og fengu svo sannarlega spennu á lokadeginum.Daníel
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni er hér að pútta.Daníel
Signý Arnórsdóttir úr GK lék best kvenna á lokadeginum og hafnaði í öðru sæti.Daníel
Valdís Þóra tryggir sér sigurinn eftir spennandi lokahring.Daníel
Valdís varð fyrst kvenkylfinga úr Leyni til að vinna titil.Daníel
Ólafur Björn Loftsson úr NK tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik karla með ótrúlegum endaspretti á Grafarholtsvelli.Daníel
Umspil þurfti til að knýja fram úrslitin í karlaflokki.Daníel
Ólafur hylltur af áhorfendum.Daníel
Félagar Ólafs kasta honum upp í loft eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.Daníel
Stefán Már Stefánsson virtist vera kominn með níu fingur á titilinn þegar Ólafur tók ótrúlegan endasprett. Stefán varð að láta sér annað sætið að góðu.Daníel
Ólafur og Valdís með bikarana sína.Daníel
Valdís lék lokahringinn á 73 höggum, eða 2 höggum yfir pari.Daníel
Ólafur Björn og Valdís Þóra á myndinni sem prýddi forsíðu Fréttablaðsins.Daníel
Ólafur Björn Loftsson fetaði í fótspor föður síns, sem vann titilinn 1972.Daníel
Faðir Ólafs var kylfuberi hans á mótinu og móðirin sá um nestið hans.Daníel
Ólafur sýndi mögnuð tilþrif á mótinu og getur verið stoltur.Daníel
Með bikarana góðu.Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×