Íslenski boltinn

Þakkar fyrir að hafa fengið viðvörun fyrir Íslandsleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pia Sundhage, þjálfari bandaríska landsliðsins.
Pia Sundhage, þjálfari bandaríska landsliðsins.

Sigur íslenska kvennalandsliðsins á Algarve Cup hefur vakið mikla athygli og það er ljóst að Ólympíumeistarar Bandaríkjanna gera sér grein fyrir því að liðið er að fara í erfiðan leik á móti Íslandi á morgun. Þjálfari bandaríska liðsins var í viðtali við vefmiðilinn wwww.damfotboll.com.

"Ég býst við að mæta sterku liði því það er mjög gott að ná að vinna Noreg 3-1. Við þökkum bara fyrir fengið viðvörun í tíma fyrir okkar leik á móti Íslandi," sagði Pia Sundhage, þjálfari bandaríska landsliðsins en Bandaríkin unnu Danmörku 2-0 í fyrsta leik sínum í Algarve-bikarnum.

Pia Sundhage hefur verið þjálfari bandaríska landsliðsins frá árinu 2007 en hún er 49 ára Svíi og var um langan tíma markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi. Sundhage skoraði 71 mark í 146 landsleikjum á sínum feril.

"Það er EM-ár og öll liðin á Algarve eru jöfn. Ég hef trú á því að Ísland sé að hefja sitt besta landsliðsár frá upphafi og við búumst við erfiðum leik á móti góðu liði," bætti Sundhage við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×