Ólafur Ingi af stað á nýjan leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2009 08:00 Ólafur Ingi Skúlason, lengst til vinstri, fagnar marki í leik með Helsingborg. Nordic Photos / AFP Ólafur Ingi Skúlason byrjar að spila knattspyrnu í næstu viku eftir sjö mánaða hlé vegna meiðsla. Hann er á mála hjá sænska liðinu Helsinborg og hefur verið þar síðan 2007. Ólafur Ingi spilaði hins vegar lítið með liðinu í fyrra og í september varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné. Árið 2005 sleit hann krossbönd í vinstra hné en hann var þá á mála hjá Brentford í Englandi. Það hefur því gengið á ýmsu hjá þessum 26 ára gamla Árbæingi. „Undanfarnar fjórar vikur hef ég verið að æfa með aðalliðinu. Ég hef þó ekki verið að beita mér að fullu og fengið að vera hálfgert súkkulaði." Hann fékk þó góðar fréttir í vikunni. „Ég hef verið að fara í styrkleikapróf á hnénu og nú hef ég fengið grænt ljós frá læknum félagsins. Ég get því byrjað að spila á ný." Ólafur Ingi mun fyrst um sinn spila með varaliði Helsingborg og leikur með því á þriðjudaginn næstkomandi. „Ég mun spila í 45 mínútur í þessum leik og munum við þá meta stöðuna. Við munum fara okkur hægt til að byrja með því við viljum að þetta verði gert eins vel og hægt er. Sænska deildin fer í frí í júní og ef ég næ leik með aðalliðinu fyrir þann tíma væri það bónus. Aðalmálið er að koma mér í almennilegt leikform." „Liðið hefur þar að auki verið að spila vel. Við erum í efsta sæti deildarinnar og tökum líka þátt í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. En það er vitaskuld mitt markmið að vera fastamaður í þessu liði. Ef ég er heill heilsu á ég fullt erindi í þetta lið." Samningur Ólafs Inga við Helsingborg rennur út að tímabillinu loknu en hann segir að forráðamenn liðsins vilja halda sér. „Þeir vilja fara að ræða nýjan samning strax og þeir hafa áður sagt mér að ég eigi að vera einn af framtíðarleikmönnum liðsins. Það er mjög jákvætt fyrir mig og gott að vita að stuðningi við mig. Hvað gerist svo er annað mál og verður bara að fá að koma í ljós." Sem fyrr segir gekk Ólafur Ingi í raðir Helsingborg frá Brentford í Englandi árið 2007. Honum gekk vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu og vann sér fljótlega fast sæti í byrjunarliðinu. Liðið náði langt í UEFA-bikarkeppninni og þar að auki vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu. „Svo meiddist ég í apríl í fyrra þar sem í ljós kom að krossbandið væri rifið en þó ekki alveg slitið. Ákveðið var að reyna að styrkja hnéð með endurhæfingu í stað þess að fara í aðgerð." „Sú endurhæfing tók þrjá mánuði. Ég byrjaði að spila aftur í ágúst og í mínum fyrsta leik í byrjunarliði, sem var í september, lenti ég í tæklingu eftir aðeins átta mínútur og þá fór krossbandið alveg. Ég var því meiddur nánast allt tímabilið í fyrra." Hann segir að endurhæfingin hafi gengið betur nú en þegar hann sleit krossband í vinstra hné árið 2005. „Það er nokkuð gott að geta byrjað að spila aftur sjö mánuðum eftir aðgerð. Þetta lítur bara mjög vel út núna og hlakka ég til að geta byrjað að spila loksins aftur." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Sjá meira
Ólafur Ingi Skúlason byrjar að spila knattspyrnu í næstu viku eftir sjö mánaða hlé vegna meiðsla. Hann er á mála hjá sænska liðinu Helsinborg og hefur verið þar síðan 2007. Ólafur Ingi spilaði hins vegar lítið með liðinu í fyrra og í september varð hann fyrir því óláni að slíta krossbönd í hægra hné. Árið 2005 sleit hann krossbönd í vinstra hné en hann var þá á mála hjá Brentford í Englandi. Það hefur því gengið á ýmsu hjá þessum 26 ára gamla Árbæingi. „Undanfarnar fjórar vikur hef ég verið að æfa með aðalliðinu. Ég hef þó ekki verið að beita mér að fullu og fengið að vera hálfgert súkkulaði." Hann fékk þó góðar fréttir í vikunni. „Ég hef verið að fara í styrkleikapróf á hnénu og nú hef ég fengið grænt ljós frá læknum félagsins. Ég get því byrjað að spila á ný." Ólafur Ingi mun fyrst um sinn spila með varaliði Helsingborg og leikur með því á þriðjudaginn næstkomandi. „Ég mun spila í 45 mínútur í þessum leik og munum við þá meta stöðuna. Við munum fara okkur hægt til að byrja með því við viljum að þetta verði gert eins vel og hægt er. Sænska deildin fer í frí í júní og ef ég næ leik með aðalliðinu fyrir þann tíma væri það bónus. Aðalmálið er að koma mér í almennilegt leikform." „Liðið hefur þar að auki verið að spila vel. Við erum í efsta sæti deildarinnar og tökum líka þátt í Evrópukeppninni á þessari leiktíð. En það er vitaskuld mitt markmið að vera fastamaður í þessu liði. Ef ég er heill heilsu á ég fullt erindi í þetta lið." Samningur Ólafs Inga við Helsingborg rennur út að tímabillinu loknu en hann segir að forráðamenn liðsins vilja halda sér. „Þeir vilja fara að ræða nýjan samning strax og þeir hafa áður sagt mér að ég eigi að vera einn af framtíðarleikmönnum liðsins. Það er mjög jákvætt fyrir mig og gott að vita að stuðningi við mig. Hvað gerist svo er annað mál og verður bara að fá að koma í ljós." Sem fyrr segir gekk Ólafur Ingi í raðir Helsingborg frá Brentford í Englandi árið 2007. Honum gekk vel á sínu fyrsta tímabili með liðinu og vann sér fljótlega fast sæti í byrjunarliðinu. Liðið náði langt í UEFA-bikarkeppninni og þar að auki vann hann sér sæti í íslenska landsliðinu. „Svo meiddist ég í apríl í fyrra þar sem í ljós kom að krossbandið væri rifið en þó ekki alveg slitið. Ákveðið var að reyna að styrkja hnéð með endurhæfingu í stað þess að fara í aðgerð." „Sú endurhæfing tók þrjá mánuði. Ég byrjaði að spila aftur í ágúst og í mínum fyrsta leik í byrjunarliði, sem var í september, lenti ég í tæklingu eftir aðeins átta mínútur og þá fór krossbandið alveg. Ég var því meiddur nánast allt tímabilið í fyrra." Hann segir að endurhæfingin hafi gengið betur nú en þegar hann sleit krossband í vinstra hné árið 2005. „Það er nokkuð gott að geta byrjað að spila aftur sjö mánuðum eftir aðgerð. Þetta lítur bara mjög vel út núna og hlakka ég til að geta byrjað að spila loksins aftur."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde Fótbolti Fleiri fréttir Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Sjá meira