Fótbolti

Alfreð: Viking fyrsti kostur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik með Breiðabliki.
Alfreð Finnbogason í leik með Breiðabliki. Mynd/Anton
Alfreð Finnbogason, leikmaður Breiðabliks, segir að hann vilji frekar spila hjá Viking í Noregi en West Bromwich í Englandi. Hann er nú á reynslu hjá félaginu sem hefur fylgst með honum í dágóðan tíma.

„Mér líst vel á allt hjá félaginu - leikvangurinn, aðstæðurnar og leikmennirnir," sagði Alfreð við norska fjölmiðla. „Viking er fyrsti kostur. Ég tel að það væri of stórt skref fyrir mig að fara til Englands. Fyrirfram tel ég að það væru meiri möguleikar á því að fá að spila meira hér. Ég vona að félagið vilji fá mig."

Norskir fjölmiðlar hafa borið hann saman við Ríkharð Daðason, fyrrum leikmann Viking, en Alfreð sagði að þeir væru þó ólíkir leikmenn. Hann sagði þó að sér væri heiður sýndur með þeim samanburði.

Birkir Bjarnason og Indriði Sigurðsson eru einnig á mála hjá Viking í Noregi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×