„Léttir réttir Rikku" nefnist spennandi nýjung sem verður á dagskrá í sjónvarpsþættinum Íslandi í dag öll miðvikudagskvöld fyrir áhorfendur Stöðvar 2.
Vísir hafði samband við Friðriku Geirsdóttur og spurði hana út í matreiðsluþættina sem eru teknir upp á heimili hennar.
„Ég ætla að vera með innslög þar sem ég ætla að elda spennandi og bragðgóða rétti alltaf á miðvikudögum."
„Í kvöld munum við svindla á sushigerð," segir Friðrika og bætir við að markmiðið með innslögunum er að gera einfalda og fljótlega rétti en umfram allt bragðgóða.
Uppskriftir Friðriku og þættina má nálgast á Vísi.

