Fram í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. mars 2009 15:39 Rúnar Kárason verður í eldlínunni í dag. Mynd/Stefán Fram tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni N1-deildar karla með fjögurra marka sigri á FH, 30-26. Þar með er ljóst hvaða fjögur lið komast í úrslitakeppnina en FH þurfti að vinna leikinn í dag til að eiga möguleika á því. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Tölfræðin birtist einnig hér neðst í greininni.Leik lokið: Fram - FH 30-26 FH-ingar ósáttir við dómarana. Hefðu getað minnkað muninn í eitt. Bjarni fór inn úr horninu úr þröngri stöðu en skoraði ekki. FH-ingar vildu meina að brotið hafi verið á honum. Rúnar skoraði sitt þriðja mark í röð í kjölfarið og Fram fékk svo síðustu sóknina og skoraði úr henni.59. mínúta: Fram - FH 28-26 Fram missir boltann og FH skorar úr hraðaupphlaupi. Munurinn eitt mark og Rúnar skorar aftur. FH missir svo boltann í næstu sókn og Fram getur aukið muninn í þrjú mörk þegar ein og hálf mínúta er eftir. Mikilvægt. 57. mínúta: Fram - FH 27-25 Bjarni Fritzson skorar og minnkar muninn í tvö mörk. Rúnar Kárason svarar fyrir Fram en hann var settur í skammarkrókinn af Viggó þjálfara í seinni hálfleik. Fékk þó að koma inn aftur eftir að sóknarleikur Fram hrundi. Ásbjörn Friðriksson skorar fyrir FH og munurinn aftur tvö mörk.55. mínúta: Fram - FH 26-23 FH-ingar hefðu getað minnkað muninn í tvö mörk en nýttu ekki sókn sína. Framarar fara þó illa að ráði sínu í næstu sókn og gestirnir fá aftur boltann. 51. mínúta: Fram - FH 25-22 Framarar eru í miklum vandræðum eð sinn sóknarleik og FH er að skora mörg auðveld mörk þessa stundina. Þeim gengur hins vegar illa að stilla upp í sókn gegn vörn Framara. Munurinn þó aðeins þrjú mörk og nóg eftir.49. mínúta: Fram - FH 24-20 Nú hafa FH-ingar skorað þrjú mörk í röð og það er hlaupin smá spenna í leikinn. 44. mínúta: Fram - FH 24-17 Framarar svara með þremur mörkum í röð eftir að FH missir mann af velli.41. mínúta: Fram - FH 21-17 Nú er allt í einu allt stopp hjá Frömurum og FH-ingar ganga á lagið. Það er allt annað að sjá til varnarleiks gestanna og þá hafa auðveldu mörkin fylgt í kjölfarið.39. mínúta: Fram - FH 20-15 FH skorar fjögur mörk í röð eftir hreint skelfilegan leikkafla í sókn Framara. Daníel í FH-markinu er líka byrjaður að verja.36. mínúta: Fram - FH 19-11 Vörnin er sem fyrr öflug hjá Fram og þeir eru að sigla langt fram úr enn á ný.32. mínúta: Fram - FH 17-10 Síðari hálfleikur hafinn og Fram heldur uppteknum hætti. Magnús þegar búinn að verja tvö í síðari hálfleik.Hálfleikur: Fram - FH 16-10 Kominn hálfleikur hér í Safamýrinni og ekkert mark skorað eftir leikhléið. Framarar sýndu smá veikleikapunkta síðustu mínúturnar í hálfleiknum en ef því verður kippt í lag í hálfleik ættu heimamenn engar áhyggjur að hafa. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 7/2 Stefán B. Stefánsson 4 Magnús Stefánsson 2 Rúnar Kárason 2 Guðmundur Hermannsson 1 Varin skot: Magnús Erlendsson 11/1Mörk FH: Örn Ingi Bjarkason 4 Jónatan Jóhannsson 2 Ólafur Gústafsson 1 Hermann Björnsson 1 Ásbjörn Friðriksson 1 Bjarni Fritzson 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 2 Daníel Andrésson 2/1 29. mínúta: Fram - FH 16-10 Besti leikkafli FH til þessa og gestirnir ná að saxa á forskot Framara. Viggó þjálfari tekur leikhlé þegar ráðaleysi grípur um sig í sókn Fram nánast í fyrsta sinn í leiknum.24. mínúta: Fram - FH 15-7 Það er lítil spenna í þessum leik eins og er. Framarar virðast ekkert ætla að slaka á klónni.20. mínúta: Fram - FH 13-6 Framarar eru að bjóða upp á þrumusleggjur af löngu færi og sirkusmörk. Magnús heldur áfram að verja vel í marki Fram. Rúnar Kárason kom inn á eftir að hafa ekkert spilað fyrsta korterið og setti tvö mörk í röð.15. mínúta: Fram - FH 9-4 FH-ingar sýna aðeins efnilegri takta í sókninni og skora tvö í röð. Framarar gefa þó lítið eftir og halda fimm marka forystu.13. mínúta: Fram - FH 8-2 Þrjú mörk frá Fram í röð og FH-ingar taka leikhlé. Gestirnir þurfa að finna einhverjar lausnir og það hið fyrsta. Vörn Framara er búin að vera fín og Magnús í markinu búinn að taka fjóra bolta, þar af eitt víti. 10. mínúta: Fram - FH 5-2 FH-ingar komast loksins á blað og skora tvö mörk í röð. Bæði lið hafa þó klikkað á vítum en Fram kemst aftur þremur mörkum yfir þegar Jóhann Gunnar nýtir vítakast í fyrsta sinn í leiknum.6. mínúta: Fram - FH 4-0 Framarar eiga í engum vandræðum með að labba í gegnum vörn FH sem að sama skapi á engin svör við varnarleik Framara. Algjört úrræðaleysi hjá Hafnfirðingum.3. mínúta: Fram - FH 2-0 Fram byrjar vel og FH-ingar virðast eiga í erfiðleikum, bæði í vörn og sókn. 1. mínúta: Fram - FH 0-0 Leikurinn er hafinn hér í Safamýri. Fram byrjar með boltann. Ólafur Gústafsson FH-ingur strax kominn með brottvísun.15.45 Aron og Ólafur ekki með Hvorki Aron Pálmarsson né Ólafur Guðmundsson eru með liði FH í dag vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir FH sem má alls ekki við því að tapa þessum leik. 15.40 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá íþróttahúsinu í Safamýri. Hér fer senn að hefjast leikur Fram og FH þar sem síðarnefnda liðið freistar þess að gera atlögu að fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni á kostnað Fram. Tölfræði leiksins:Fram - FH 30 - 26Mörk Fram (skot): Jóhann G. Einarsson 8/2 (10/3), Stefán B. Stefánsson 6 (7), Rúnar Kárason 5 (12), Guðmundur Hermannsson 4 (5/1), Brjánn Bjarnason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (6), Guðjón F. Drengsson 1 (3), Róbert Hostert (2), Haraldur Þorvarðarson (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 19/1 (45/3, 42%)Hraðaupphlaup: 6 (Stefán B. 3, Magnús 2, Jóhann G. 1).Fiskuð víti: 4 (Jóhann Karl 2, Magnús 1, Magnús 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Benedikt Kristinsson 6 (8), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Hermann Björnsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (10/2), Bjarni Fritzson 3 (11/1), Jónatan Jónsson 2 (2), Ólafur Gústafsson 2 (5), Sigurður Ágústsson 1 (1), Guðmundur Pedersen (1).Varin skot: Daníel Andrésson 8/1 (29/1, 28%), Magnús Sigmundsson 2 (11/2, 18%).Hraðaupphlaup: 10 (Benedikt 5, Örn Ingi 2, Sigurður 1, Bjarni 1, Hermann 1).Fiskuð víti: 3 (Benedikt 1, Ólafur 1, Hermann 1).Utan vallar: 8 mínútur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Síðasta tækifæri FH-inga Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. 29. mars 2009 14:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Fram tryggði sér í dag sæti í úrslitakeppni N1-deildar karla með fjögurra marka sigri á FH, 30-26. Þar með er ljóst hvaða fjögur lið komast í úrslitakeppnina en FH þurfti að vinna leikinn í dag til að eiga möguleika á því. Leiknum var lýst beint hér á Vísi og má lesa lýsinguna hér að neðan. Tölfræðin birtist einnig hér neðst í greininni.Leik lokið: Fram - FH 30-26 FH-ingar ósáttir við dómarana. Hefðu getað minnkað muninn í eitt. Bjarni fór inn úr horninu úr þröngri stöðu en skoraði ekki. FH-ingar vildu meina að brotið hafi verið á honum. Rúnar skoraði sitt þriðja mark í röð í kjölfarið og Fram fékk svo síðustu sóknina og skoraði úr henni.59. mínúta: Fram - FH 28-26 Fram missir boltann og FH skorar úr hraðaupphlaupi. Munurinn eitt mark og Rúnar skorar aftur. FH missir svo boltann í næstu sókn og Fram getur aukið muninn í þrjú mörk þegar ein og hálf mínúta er eftir. Mikilvægt. 57. mínúta: Fram - FH 27-25 Bjarni Fritzson skorar og minnkar muninn í tvö mörk. Rúnar Kárason svarar fyrir Fram en hann var settur í skammarkrókinn af Viggó þjálfara í seinni hálfleik. Fékk þó að koma inn aftur eftir að sóknarleikur Fram hrundi. Ásbjörn Friðriksson skorar fyrir FH og munurinn aftur tvö mörk.55. mínúta: Fram - FH 26-23 FH-ingar hefðu getað minnkað muninn í tvö mörk en nýttu ekki sókn sína. Framarar fara þó illa að ráði sínu í næstu sókn og gestirnir fá aftur boltann. 51. mínúta: Fram - FH 25-22 Framarar eru í miklum vandræðum eð sinn sóknarleik og FH er að skora mörg auðveld mörk þessa stundina. Þeim gengur hins vegar illa að stilla upp í sókn gegn vörn Framara. Munurinn þó aðeins þrjú mörk og nóg eftir.49. mínúta: Fram - FH 24-20 Nú hafa FH-ingar skorað þrjú mörk í röð og það er hlaupin smá spenna í leikinn. 44. mínúta: Fram - FH 24-17 Framarar svara með þremur mörkum í röð eftir að FH missir mann af velli.41. mínúta: Fram - FH 21-17 Nú er allt í einu allt stopp hjá Frömurum og FH-ingar ganga á lagið. Það er allt annað að sjá til varnarleiks gestanna og þá hafa auðveldu mörkin fylgt í kjölfarið.39. mínúta: Fram - FH 20-15 FH skorar fjögur mörk í röð eftir hreint skelfilegan leikkafla í sókn Framara. Daníel í FH-markinu er líka byrjaður að verja.36. mínúta: Fram - FH 19-11 Vörnin er sem fyrr öflug hjá Fram og þeir eru að sigla langt fram úr enn á ný.32. mínúta: Fram - FH 17-10 Síðari hálfleikur hafinn og Fram heldur uppteknum hætti. Magnús þegar búinn að verja tvö í síðari hálfleik.Hálfleikur: Fram - FH 16-10 Kominn hálfleikur hér í Safamýrinni og ekkert mark skorað eftir leikhléið. Framarar sýndu smá veikleikapunkta síðustu mínúturnar í hálfleiknum en ef því verður kippt í lag í hálfleik ættu heimamenn engar áhyggjur að hafa. Mörk Fram: Jóhann Gunnar Einarsson 7/2 Stefán B. Stefánsson 4 Magnús Stefánsson 2 Rúnar Kárason 2 Guðmundur Hermannsson 1 Varin skot: Magnús Erlendsson 11/1Mörk FH: Örn Ingi Bjarkason 4 Jónatan Jóhannsson 2 Ólafur Gústafsson 1 Hermann Björnsson 1 Ásbjörn Friðriksson 1 Bjarni Fritzson 1Varin skot: Magnús Sigmundsson 2 Daníel Andrésson 2/1 29. mínúta: Fram - FH 16-10 Besti leikkafli FH til þessa og gestirnir ná að saxa á forskot Framara. Viggó þjálfari tekur leikhlé þegar ráðaleysi grípur um sig í sókn Fram nánast í fyrsta sinn í leiknum.24. mínúta: Fram - FH 15-7 Það er lítil spenna í þessum leik eins og er. Framarar virðast ekkert ætla að slaka á klónni.20. mínúta: Fram - FH 13-6 Framarar eru að bjóða upp á þrumusleggjur af löngu færi og sirkusmörk. Magnús heldur áfram að verja vel í marki Fram. Rúnar Kárason kom inn á eftir að hafa ekkert spilað fyrsta korterið og setti tvö mörk í röð.15. mínúta: Fram - FH 9-4 FH-ingar sýna aðeins efnilegri takta í sókninni og skora tvö í röð. Framarar gefa þó lítið eftir og halda fimm marka forystu.13. mínúta: Fram - FH 8-2 Þrjú mörk frá Fram í röð og FH-ingar taka leikhlé. Gestirnir þurfa að finna einhverjar lausnir og það hið fyrsta. Vörn Framara er búin að vera fín og Magnús í markinu búinn að taka fjóra bolta, þar af eitt víti. 10. mínúta: Fram - FH 5-2 FH-ingar komast loksins á blað og skora tvö mörk í röð. Bæði lið hafa þó klikkað á vítum en Fram kemst aftur þremur mörkum yfir þegar Jóhann Gunnar nýtir vítakast í fyrsta sinn í leiknum.6. mínúta: Fram - FH 4-0 Framarar eiga í engum vandræðum með að labba í gegnum vörn FH sem að sama skapi á engin svör við varnarleik Framara. Algjört úrræðaleysi hjá Hafnfirðingum.3. mínúta: Fram - FH 2-0 Fram byrjar vel og FH-ingar virðast eiga í erfiðleikum, bæði í vörn og sókn. 1. mínúta: Fram - FH 0-0 Leikurinn er hafinn hér í Safamýri. Fram byrjar með boltann. Ólafur Gústafsson FH-ingur strax kominn með brottvísun.15.45 Aron og Ólafur ekki með Hvorki Aron Pálmarsson né Ólafur Guðmundsson eru með liði FH í dag vegna meiðsla. Það er mikið áfall fyrir FH sem má alls ekki við því að tapa þessum leik. 15.40 Velkomin til leiks Vísir heilsar hér frá íþróttahúsinu í Safamýri. Hér fer senn að hefjast leikur Fram og FH þar sem síðarnefnda liðið freistar þess að gera atlögu að fjórða sæti deildarinnar og þar með sæti í úrslitakeppninni á kostnað Fram. Tölfræði leiksins:Fram - FH 30 - 26Mörk Fram (skot): Jóhann G. Einarsson 8/2 (10/3), Stefán B. Stefánsson 6 (7), Rúnar Kárason 5 (12), Guðmundur Hermannsson 4 (5/1), Brjánn Bjarnason 3 (4), Magnús Stefánsson 3 (6), Guðjón F. Drengsson 1 (3), Róbert Hostert (2), Haraldur Þorvarðarson (2).Varin skot: Magnús Erlendsson 19/1 (45/3, 42%)Hraðaupphlaup: 6 (Stefán B. 3, Magnús 2, Jóhann G. 1).Fiskuð víti: 4 (Jóhann Karl 2, Magnús 1, Magnús 1).Utan vallar: 6 mínútur.Mörk FH (skot): Benedikt Kristinsson 6 (8), Örn Ingi Bjarkason 4 (7), Hermann Björnsson 4 (8), Ásbjörn Friðriksson 4/2 (10/2), Bjarni Fritzson 3 (11/1), Jónatan Jónsson 2 (2), Ólafur Gústafsson 2 (5), Sigurður Ágústsson 1 (1), Guðmundur Pedersen (1).Varin skot: Daníel Andrésson 8/1 (29/1, 28%), Magnús Sigmundsson 2 (11/2, 18%).Hraðaupphlaup: 10 (Benedikt 5, Örn Ingi 2, Sigurður 1, Bjarni 1, Hermann 1).Fiskuð víti: 3 (Benedikt 1, Ólafur 1, Hermann 1).Utan vallar: 8 mínútur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Síðasta tækifæri FH-inga Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. 29. mars 2009 14:00 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Síðasta tækifæri FH-inga Fram og FH eigast í dag við í N1-deild karla er næstsíðasta umferð deildarinnar fer fram en allir leikirnir hefjast klukkan 16.00. 29. mars 2009 14:00