Styttur bæjarins Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 18. september 2008 08:00 Hjákátlegar eru fréttir af fyrirhugaðri styttu af Tómasi Guðmundssyni sem borgarstjórnarmeirihlutinn vill nú reisa. Það er önnur ef ekki þriðja tilraun sem sjálfstæðismenn í Reykjavík gera til að halda uppi hróðri Tómasar. Þeir stofnuðu til verðlauna í hans nafni sem hafa mest farið í sagnaskáld en ættu frekar að vera bundin við ljóðagerð en nokkuð annað. Þeir létu gera brjóstmynd af honum sem var sett á háan stall í Austurstræti og dugði ekki til. Stöpullinn var notaður sem flöskustandur, dúfur drituðu á þunnhært skáldið. Hann var því fluttur og settur upp í Borgarbókasafni. Loks var kvæðabroti eftir Tómas komið fyrir á rúðu í Ráðhúsinu. Allt var þetta gert til að heiðra minningu borgarskáldsins, eins og hann var kallaður af þeim borgaralegu öflum sem tóku hann til sín, rétt eins og sósíalistar eignuðu sér Laxness. Tillagan í borgarstjórn er því leiftur frá löngu liðnum tíma í sambýli lista og stjórnmála hér á landi sem vonandi er liðin tíð. Og hún er kátleg í ljósi þeirrar staðreyndar að engir hafa lagt meira til að rústa þeirri borg sem óx upp fyrir augum skáldsins og hann lofsöng og einmitt sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Styttur eru enda oftast um gleymda menn: Kristján kóng, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Skúla Magnússon; útlenskulegar vörður sem troðið er á afvikna staði. Við kunnum ekki að hugsa minnisvarða inn í opinber rými. Þegar reistur er minnisvarði sem kallar á nálægð við menn eins og ljósasúla Lennons er henni komið fyrir fjarri mannabyggð. Þar sem enginn er á ferli þá myrkrið fellur á. Skáldin borgarinnar voru svo mörg og fleiri en Tómas: Steinn Steinarr, Vilhjálmur frá Skáholti, Dagur. Flestum þætti fáránlegt að reisa þeim brjóstmynd. Minnisvarði þeirra er líka höggvinn í varanlegra efni en kopar eða stein - hann lifir í bókstöfunum og í huga þeirra sem leita til ljóðanna. Aurarnir sem færu í minnisvarða um Tómas eða hina væru betur settir í aukagreiðslur til kennara í borginni svo þeir gætu átt einni stund meira með grunnskólabörnum við ljóðakynni. Þessi samþykkt borgarfulltrúanna er í ljósi lakrar bókmenntakennslu í grunnskólum Reykjavíkur hræsnisfullur gerningur. Og hvað með lifendur: er nokkuð skáld borgarinnar fremra Magnúsi Þór Jónssyni - Megasi - vilji sjálfstæðismenn hylla borgarskáldin er hann kjörinn - sprelllifandi og hér á meðal okkar. Hann hefur lofað stræti hennar Reykjavíkur, hús og sund af meiri þokka en nokkurt annað skáld á síðustu fjórum áratugum. Og fáir hafa höndina næmari á hjarta borgarinnar. Vísast mun hann kunna þeim litla þökk sem laumar því að borgarstjórn að hreinlegast sé að reisa styttu af borgarskáldinu Megasi - vilji menn lifandi minnisvarða á annað borð. Því skal það gert: Megas á stöpul í Bakarabrekkunni við hlið séra Friðriks: Víst er ég krosshanginn í dag / mér glymja klukkur dóms / og kirkjumálaráðherrann er digur / ég skal aldrei aldrei gefast upp nei nei / um tíma og eilífð fæ ég frægan sigur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun
Hjákátlegar eru fréttir af fyrirhugaðri styttu af Tómasi Guðmundssyni sem borgarstjórnarmeirihlutinn vill nú reisa. Það er önnur ef ekki þriðja tilraun sem sjálfstæðismenn í Reykjavík gera til að halda uppi hróðri Tómasar. Þeir stofnuðu til verðlauna í hans nafni sem hafa mest farið í sagnaskáld en ættu frekar að vera bundin við ljóðagerð en nokkuð annað. Þeir létu gera brjóstmynd af honum sem var sett á háan stall í Austurstræti og dugði ekki til. Stöpullinn var notaður sem flöskustandur, dúfur drituðu á þunnhært skáldið. Hann var því fluttur og settur upp í Borgarbókasafni. Loks var kvæðabroti eftir Tómas komið fyrir á rúðu í Ráðhúsinu. Allt var þetta gert til að heiðra minningu borgarskáldsins, eins og hann var kallaður af þeim borgaralegu öflum sem tóku hann til sín, rétt eins og sósíalistar eignuðu sér Laxness. Tillagan í borgarstjórn er því leiftur frá löngu liðnum tíma í sambýli lista og stjórnmála hér á landi sem vonandi er liðin tíð. Og hún er kátleg í ljósi þeirrar staðreyndar að engir hafa lagt meira til að rústa þeirri borg sem óx upp fyrir augum skáldsins og hann lofsöng og einmitt sjálfstæðismenn í borgarstjórn. Styttur eru enda oftast um gleymda menn: Kristján kóng, Hannes Hafstein, Einar Benediktsson, Skúla Magnússon; útlenskulegar vörður sem troðið er á afvikna staði. Við kunnum ekki að hugsa minnisvarða inn í opinber rými. Þegar reistur er minnisvarði sem kallar á nálægð við menn eins og ljósasúla Lennons er henni komið fyrir fjarri mannabyggð. Þar sem enginn er á ferli þá myrkrið fellur á. Skáldin borgarinnar voru svo mörg og fleiri en Tómas: Steinn Steinarr, Vilhjálmur frá Skáholti, Dagur. Flestum þætti fáránlegt að reisa þeim brjóstmynd. Minnisvarði þeirra er líka höggvinn í varanlegra efni en kopar eða stein - hann lifir í bókstöfunum og í huga þeirra sem leita til ljóðanna. Aurarnir sem færu í minnisvarða um Tómas eða hina væru betur settir í aukagreiðslur til kennara í borginni svo þeir gætu átt einni stund meira með grunnskólabörnum við ljóðakynni. Þessi samþykkt borgarfulltrúanna er í ljósi lakrar bókmenntakennslu í grunnskólum Reykjavíkur hræsnisfullur gerningur. Og hvað með lifendur: er nokkuð skáld borgarinnar fremra Magnúsi Þór Jónssyni - Megasi - vilji sjálfstæðismenn hylla borgarskáldin er hann kjörinn - sprelllifandi og hér á meðal okkar. Hann hefur lofað stræti hennar Reykjavíkur, hús og sund af meiri þokka en nokkurt annað skáld á síðustu fjórum áratugum. Og fáir hafa höndina næmari á hjarta borgarinnar. Vísast mun hann kunna þeim litla þökk sem laumar því að borgarstjórn að hreinlegast sé að reisa styttu af borgarskáldinu Megasi - vilji menn lifandi minnisvarða á annað borð. Því skal það gert: Megas á stöpul í Bakarabrekkunni við hlið séra Friðriks: Víst er ég krosshanginn í dag / mér glymja klukkur dóms / og kirkjumálaráðherrann er digur / ég skal aldrei aldrei gefast upp nei nei / um tíma og eilífð fæ ég frægan sigur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun