Sparka í pung melódíunnar 5. desember 2008 05:30 Haukur, Gummi, Bóas, Kristján og Valdi eru Reykjavík!, fingrafaralausasta hljómsveit landsins. mynd/erna ómarsdóttir Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar. „Þetta er hljómsveitarverk frá A-Ö," segir Kristján. „Það er stór munur á þessari og þeirri síðustu sem var að sumu leyti leifar frá þeim tíma er Bóas og Haukur voru í kassagítardúetti." „Við vorum mjög lengi að taka fyrstu plötuna upp og menn mættu jafnvel hver í sínu lagi og lögðu inn á hana," segir Bóas. „Það var aðskilnaðarstefna á þeirri plötu. Nýja er hópeflisplata. Frá fyrstu nótu og þar til hún var masteruð vorum við allir saman inni í sama rými og tókum allir þátt." Hér tala Bóas Hallgrímsson söngvari og Kristján Freyr Halldórsson trommari í hljómsveitinni Reykjavík! Þeir eru að tala um nýju plötuna, The Blood, sem kom út í gær. „Hún er ofstopafyllri en fyrri platan og óþægileg áheyrnar," segir Bóas en Kristjáni líst ekkert á kynningarmátt þessarar lýsingar og dregur í land: „Það eru nú samt fleiri grípandi húkkar á þessari plötu en þeirri fyrri," segir hann. „Það er fullt af melódíum á henni en það er bara sparkað í punginn á þessum melódíum. Eða á maður að segja í píkuna á melódíunni? Er ekki melódía kvenkyns? En allavega, um spörkin sér Ben Frost, sem tók plötuna upp." „Já, við buðum hættunni heim þegar við fengum hann til verksins," segir Bóas. „Hans nálgun á tónlist er, tja, öðruvísi, enda er hann svokallaður óhljóðalistamaður." Ytra umslag The Blood undirstrikar innihaldið; stenslaður, heftaður sandpappírsrenningur. „Sandpappírshulsa, köllum við þetta af því hulsa er svo flott orð. Okkur datt ekki annað í hug en að hafa óvenjulega áferð á umslaginu eftir að við heyrðum fyrstu tóndæmin í mixinu hjá Ben. Við höfum eytt ófáum fallegum fjölskyldustundum í að föndra umslögin. Við erum orðnir fingrafaralausir af þessu og gætum því gert það gott sem glæpamenn," segir Bóas. Reykjavík! hefur verið dugleg að spila úti um allar trissur síðustu árin og stefnan er ótrauð sett á enn meira. „Við höfum aldrei haft umboðsmann og alltaf gert allt sjálfir. Komið okkur inn á ráðstefnur og tónlistarhátíðir. Okkur hefur tekist að stimpla nafnið inn og nú er búist við því að við spilum sem víðast," segir Kristján. „Já, öfugt við marga þá erum við ekki fávitar," segir Bóas. „Mig langar bara til að koma því á framfæri." Næstu tónleikar eru ókeypis á Hasar-basar í æfingarhúsnæðinu að Smiðjustíg 4A. Á laugardaginn á milli kl. 16 og 18. Sudden Weather Change og Hugleikur Dagsson koma einnig fram. Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hljómsveitin Reykjavík! var að senda frá sér aðra breiðskífu sína, The Blood. Bóas söngvari og Kristján trommari segja plötuna ofstopafulla og óþægilega áheyrnar. „Þetta er hljómsveitarverk frá A-Ö," segir Kristján. „Það er stór munur á þessari og þeirri síðustu sem var að sumu leyti leifar frá þeim tíma er Bóas og Haukur voru í kassagítardúetti." „Við vorum mjög lengi að taka fyrstu plötuna upp og menn mættu jafnvel hver í sínu lagi og lögðu inn á hana," segir Bóas. „Það var aðskilnaðarstefna á þeirri plötu. Nýja er hópeflisplata. Frá fyrstu nótu og þar til hún var masteruð vorum við allir saman inni í sama rými og tókum allir þátt." Hér tala Bóas Hallgrímsson söngvari og Kristján Freyr Halldórsson trommari í hljómsveitinni Reykjavík! Þeir eru að tala um nýju plötuna, The Blood, sem kom út í gær. „Hún er ofstopafyllri en fyrri platan og óþægileg áheyrnar," segir Bóas en Kristjáni líst ekkert á kynningarmátt þessarar lýsingar og dregur í land: „Það eru nú samt fleiri grípandi húkkar á þessari plötu en þeirri fyrri," segir hann. „Það er fullt af melódíum á henni en það er bara sparkað í punginn á þessum melódíum. Eða á maður að segja í píkuna á melódíunni? Er ekki melódía kvenkyns? En allavega, um spörkin sér Ben Frost, sem tók plötuna upp." „Já, við buðum hættunni heim þegar við fengum hann til verksins," segir Bóas. „Hans nálgun á tónlist er, tja, öðruvísi, enda er hann svokallaður óhljóðalistamaður." Ytra umslag The Blood undirstrikar innihaldið; stenslaður, heftaður sandpappírsrenningur. „Sandpappírshulsa, köllum við þetta af því hulsa er svo flott orð. Okkur datt ekki annað í hug en að hafa óvenjulega áferð á umslaginu eftir að við heyrðum fyrstu tóndæmin í mixinu hjá Ben. Við höfum eytt ófáum fallegum fjölskyldustundum í að föndra umslögin. Við erum orðnir fingrafaralausir af þessu og gætum því gert það gott sem glæpamenn," segir Bóas. Reykjavík! hefur verið dugleg að spila úti um allar trissur síðustu árin og stefnan er ótrauð sett á enn meira. „Við höfum aldrei haft umboðsmann og alltaf gert allt sjálfir. Komið okkur inn á ráðstefnur og tónlistarhátíðir. Okkur hefur tekist að stimpla nafnið inn og nú er búist við því að við spilum sem víðast," segir Kristján. „Já, öfugt við marga þá erum við ekki fávitar," segir Bóas. „Mig langar bara til að koma því á framfæri." Næstu tónleikar eru ókeypis á Hasar-basar í æfingarhúsnæðinu að Smiðjustíg 4A. Á laugardaginn á milli kl. 16 og 18. Sudden Weather Change og Hugleikur Dagsson koma einnig fram.
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira