Bíó og sjónvarp

Alþjóðleg dreifing

Sjónvarpsþættirnir Mannaveiðar fara í alþjóðlega dreifingu innan skamms.
Sjónvarpsþættirnir Mannaveiðar fara í alþjóðlega dreifingu innan skamms.

Samningar hafa náðst milli Reykjavík Films, sem framleiddi sjónvarpsþættina Mannaveiðar, og þýska fyrirtækisins Bavaria Film International um alþjóðlega dreifingu þáttanna.

Bavaria Film er eitt stærsta fyrirtæki Evrópu í sölu kvikmynda og sjónvarpsefnis og dreifir kvikmyndaefni um allan heim. Þættirnir, sem nefnast I Hunt Men á ensku, verða fyrst kynntir á alþjóðlegri kaupstefnu fyrir sjónvarpsefni sem nú stendur yfir í Cannes í Frakklandi.

Handrit Mannaveiða, sem voru sýndir í Ríkissjónvarpinu í vor, skrifaði Sveinbjörn I. Baldvinsson og byggir það á sögu Viktors Arnar Ingólfssonar, Aftureldingu. Sagan nefnist Daybrake á ensku og hefur verið gefin út víða í Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×