Robinho hefur ítrekað vilja sinn til að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea.
Hann hélt blaðamannafund í gær þar sem hann sagði að aðstæður hefðu ekkert breyst. Hann væri aðeins að hugsa um Chelsea og að hann vildi spila þar.
Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, sagði í samtali við BBC að samningaviðræður við Real væru enn í gangi en enn væri langt í land. Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld.
„Við vitum að hann vill koma til Chelsea og gætu því næstu 36 klukkutímar orðið athyglisverðir," sagði hann.
Enski boltinn