Handbolti

FH lagði Hauka í æsispennandi leik

Aron Pálmarsson
Aron Pálmarsson Mynd/Daníel

Einn leikur var á dagskrá í N1 deild karla í handbolta í kvöld. FH-ingar lögðu granna sína í Haukum í Kaplakrika 29-28 fyrir fullu húsi.

Haukarnir höfðu forystu í hálfleiknum 17-13 en heimamenn voru mun betri í síðari hálfleiknum og skoruðu það sem reyndist sigurmark leiksins þegar tæp mínúta var eftir af leiknum.

Þar var að verki hinn magnaði Aron Pálmarsson, en hann var markahæstur FH-inga í kvöld með 10 mörk og Guðmundur Petersen 6.

Sigurbergur Sveinsson var markahæstur hjá Haukum með 9 mörk og Andri Stefan skoraði 6.

FH skaust á toppinn með sigrinum og hefur hlotið 10 stig, en Akureyri og Valur geta náð liðinu að stigum með sigri í leikjunum sem þau eiga til góða. Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar með sex stig úr sjö leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×