Pant vera Geir Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 26. nóvember 2008 06:00 Rosalega er ég eitthvað úrræðalaus í dag. Svona hlýtur manni að líða sem er í einhverju ábyrgðarstarfinu. Mér líður eins og Geir. Þetta sést kannski eins mikið á mér og honum. Ég er að vísu ekki með aðstoðarmann eins og hann, fjallmyndarlega ljósku sem getur tekið af mér verstu símtölin. Sérfræðingar gefast mér fáir. Ég geri samt sem áður mitt besta til að halda í horfinu: lít steinhissa á hvern mann sem til mín leitar og svara þurrlega: „Það er ekki tímabært", jafnvel þótt það sé út í hött, og ef viðkomandi lætur sér það ekki duga, lyfti ég bara brúnum, horfi fjarrænum augum út um næsta glugga og segi með daufu brosi: „Það er einhver misskilningur. Næsta spurning, takk fyrir." Pant vera Geir: Þessu fylgir nokkur doði, einkum þegar fjölgar í mótmælahópnum. Maður verður að magna upp í sér afskiptaleysið, þylja möntruna: þetta kemur ekki við mig, kemur mér ekki við, látlaust undir þungum augnlokum, þar til óróinn líður hjá og þögnin leggst aftur yfir vettvanginn. Þá er hægt að halla sér aftur í stólnum og bíða slakur eftir næstu truflun. Verst hvað það er stutt á milli þeirra þessa dagana. Bara ekki láta það ná nokkrum tökum á sér. Vill til að maður er góður í krísustjórnun. Alltaf að muna númer eitt: þær líða hjá krísurnar. Þessi gerir það líka. Vonandi dugar þetta smáræði með eftirlaunin til að stilla eitthvað liðið. Þessi dúsa ætti að þagga niður í … skrílnum. Ég nota þetta orð bara prívat orðið. Fólk er orðið svo hörundsárt í seinni tíð. Aldeilis gott að atkvæðin mín eru á sama máli. Svona hagar fólk sér ekki. Ekki mín atkvæði. Úps. Er þá ekki bankað. Lífvörðurinn minn segist vera til. Hvert þarf ég að fara núna? Annar fundur, símtal frá útlöndum. Oh, aldrei er friður. Ég er að koma. Vill til að þessir lífverðir sem Halli útvegaði okkur eru ekki mikið upp á spjallið. Eins gott að hafa þessa skratta á bærilegum launum svo þeir fari ekki að bögga mann. Þá mætti líka svara: „það er ekki tímabært, það er einhver misskilningur …" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun
Rosalega er ég eitthvað úrræðalaus í dag. Svona hlýtur manni að líða sem er í einhverju ábyrgðarstarfinu. Mér líður eins og Geir. Þetta sést kannski eins mikið á mér og honum. Ég er að vísu ekki með aðstoðarmann eins og hann, fjallmyndarlega ljósku sem getur tekið af mér verstu símtölin. Sérfræðingar gefast mér fáir. Ég geri samt sem áður mitt besta til að halda í horfinu: lít steinhissa á hvern mann sem til mín leitar og svara þurrlega: „Það er ekki tímabært", jafnvel þótt það sé út í hött, og ef viðkomandi lætur sér það ekki duga, lyfti ég bara brúnum, horfi fjarrænum augum út um næsta glugga og segi með daufu brosi: „Það er einhver misskilningur. Næsta spurning, takk fyrir." Pant vera Geir: Þessu fylgir nokkur doði, einkum þegar fjölgar í mótmælahópnum. Maður verður að magna upp í sér afskiptaleysið, þylja möntruna: þetta kemur ekki við mig, kemur mér ekki við, látlaust undir þungum augnlokum, þar til óróinn líður hjá og þögnin leggst aftur yfir vettvanginn. Þá er hægt að halla sér aftur í stólnum og bíða slakur eftir næstu truflun. Verst hvað það er stutt á milli þeirra þessa dagana. Bara ekki láta það ná nokkrum tökum á sér. Vill til að maður er góður í krísustjórnun. Alltaf að muna númer eitt: þær líða hjá krísurnar. Þessi gerir það líka. Vonandi dugar þetta smáræði með eftirlaunin til að stilla eitthvað liðið. Þessi dúsa ætti að þagga niður í … skrílnum. Ég nota þetta orð bara prívat orðið. Fólk er orðið svo hörundsárt í seinni tíð. Aldeilis gott að atkvæðin mín eru á sama máli. Svona hagar fólk sér ekki. Ekki mín atkvæði. Úps. Er þá ekki bankað. Lífvörðurinn minn segist vera til. Hvert þarf ég að fara núna? Annar fundur, símtal frá útlöndum. Oh, aldrei er friður. Ég er að koma. Vill til að þessir lífverðir sem Halli útvegaði okkur eru ekki mikið upp á spjallið. Eins gott að hafa þessa skratta á bærilegum launum svo þeir fari ekki að bögga mann. Þá mætti líka svara: „það er ekki tímabært, það er einhver misskilningur …"