Fjórir leikir fóru fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en Íslendingaliðið Norrköping er enn án sigurs eftir tíu umferðir.
Norrköping tapaði í kvöld fyrir AIK á heimavelli. Hvorki Garðar Gunnlaugsson né Gunnar Þór Gunnarsson voru í leikmannahópi Norrköping sem er í neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig.
Annað Íslendingalið, GIF Sundsvall, er einnig í fallsæti og aðeins einu stigi meira en Norrköping. Sundsvall tapaði Gefle á útivelli í kvöld, 2-0.
Sverrir Garðarsson og Hannes Sigurðsson voru í byrjunarliði Sundsvall og Ari Freyr Skúlason kom inn á sem varamaður á 67. mínútu.
Þá gerðu Malmö og GAIS 1-1 jafntefli. Eyjólfur Héðinsson kom inn á sem varamaður á 74. mínútu en Jóhann Birnir Guðmundsson sat allan tímann á bekknum. GAIS er í tíunda sæti deildarinnar með tólf stig.
Að síðustu vann Halmstad 3-2 sigur á Ljungskile.
Norrköping enn án sigurs
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn


Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn




Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna
Íslenski boltinn

„Þeir spila mjög fast og komast upp með það“
Körfubolti