Pétur Ben með lag í erlendri kvikmynd 2. október 2008 05:15 Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration eftir leikstjórann Atom Egoyran. Myndin verður sýnd í Regnboganum á föstudagskvöld.fréttablaðið/stefán Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weakness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter. „Leikstjórinn var hér á Listahátíð fyrir ári síðan, keypti plötuna mína og hafði samband við mig út af þessu lagi," segir Pétur. „Hann var þá að skrifa handritið og að hlusta á plötuna á sama tíma. Hann var rosalega hrifinn af því og vildi endilega fá að nota það," segir hann. „Svo heyrði ég ekkert í svolítinn tíma en svo fer hann að tala við mig um að gera þetta í alvörunni. Ég mixaði lagið aftur fyrir þau og lét þau hafa það í bútum og gaf þeim frjálsar hendur með þetta. Þetta er virtur leikstjóri og ég treysti honum fyrir þessu." Pétur segir að venjulega gerist svona hlutir í gegnum milliliði og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart. „Það er heppni og tilviljun sem ræður því að þetta gerist svona." Hann er um þessar mundir að undirbúa nýja plötu með Kammersveitinni Ísafold sem er væntanleg á næsta ári. Tónleikar með Pétri, Ísafold, Ólöfu Arnalds og tónskáldinu Nico Muhly er svo fyrirhugaðir í nóvember næstkomandi. - fb Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben á lag í kvikmyndinni Adoration sem er sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík. Lagið nefnist You Woke Me og er tekið af plötu hans Wine For My Weakness. Leikstjóri myndarinnar er Atom Egoyran sem var tilnefndur til tvennra Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir myndina The Sweet Hereafter. „Leikstjórinn var hér á Listahátíð fyrir ári síðan, keypti plötuna mína og hafði samband við mig út af þessu lagi," segir Pétur. „Hann var þá að skrifa handritið og að hlusta á plötuna á sama tíma. Hann var rosalega hrifinn af því og vildi endilega fá að nota það," segir hann. „Svo heyrði ég ekkert í svolítinn tíma en svo fer hann að tala við mig um að gera þetta í alvörunni. Ég mixaði lagið aftur fyrir þau og lét þau hafa það í bútum og gaf þeim frjálsar hendur með þetta. Þetta er virtur leikstjóri og ég treysti honum fyrir þessu." Pétur segir að venjulega gerist svona hlutir í gegnum milliliði og því hafi þetta komið skemmtilega á óvart. „Það er heppni og tilviljun sem ræður því að þetta gerist svona." Hann er um þessar mundir að undirbúa nýja plötu með Kammersveitinni Ísafold sem er væntanleg á næsta ári. Tónleikar með Pétri, Ísafold, Ólöfu Arnalds og tónskáldinu Nico Muhly er svo fyrirhugaðir í nóvember næstkomandi. - fb
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira