Eru álög á nýju Bond myndinni? 5. maí 2008 11:25 Það er greinilega eitt það hættulegasta sem maður getur tekið sér fyrir hendur að vinna við nýju Bond myndina. Tæplega sextugur tæknimaður við myndina fannst liggjandi í blóði sínu með stungusár fyrir hús í Dornbirn í Austurríki. Talið er að hann hafi fylgt kvenkyns húsráðanda heim af bar, en lent í deilum við hana þegar inn var komið. Hún hafi svo stungið hann með steikarhníf í svefnherbergi hússins. Hann komst út við illan leik og liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þetta er þriðja alvarlega atvikið síðan að tökur á Quantum of Solace hófust. Fyrir tveimur vikum keyrði áhættuleikari út af þröngum fjallvegi á Ítalíu og steyptist út í Garda vatn. Sex dögum síðar lenti annar áhættuleikari í hörðum árekstri á sama vegi og slasaðist alvarlega þegar verið var að mynda bílaeltingarleik. Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Það er greinilega eitt það hættulegasta sem maður getur tekið sér fyrir hendur að vinna við nýju Bond myndina. Tæplega sextugur tæknimaður við myndina fannst liggjandi í blóði sínu með stungusár fyrir hús í Dornbirn í Austurríki. Talið er að hann hafi fylgt kvenkyns húsráðanda heim af bar, en lent í deilum við hana þegar inn var komið. Hún hafi svo stungið hann með steikarhníf í svefnherbergi hússins. Hann komst út við illan leik og liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi. Þetta er þriðja alvarlega atvikið síðan að tökur á Quantum of Solace hófust. Fyrir tveimur vikum keyrði áhættuleikari út af þröngum fjallvegi á Ítalíu og steyptist út í Garda vatn. Sex dögum síðar lenti annar áhættuleikari í hörðum árekstri á sama vegi og slasaðist alvarlega þegar verið var að mynda bílaeltingarleik.
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein