Handbolti

Haukar með aðra höndina á titlinum

Haukar náðu í kvöld átta stiga forystu á toppi N1 deildar karla þegar þeir lögðu Valsmenn 27-23 á Ásvöllum í Hafnarfirði, en Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11.

Haukaliðið hefur hlotið 36 stig á toppi deildarinnar, Fram er með 28 stig, Valur 27 stig og HK er í fjórða sætinu með 26 stig. HK mætir liðinu í fimmta sæti í kvöld, en það eru Stjörnumenn sem hafa 24 stig.

Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 5 (5), Freyr Brynjarsson 5 (6), Gunnar Berg Viktorsson 5 (9), Kári Kristján Kristjánsson 5 (9) Sigurbergur Sveinsson 5/2 (13/3), Andri Stefan 2 (4), Jón Karl Björnsson (2), Gísli Jón Þórisson (2)

Varin skot:Magnús Sigmundsson 11/1 (31/2 35,5%), Gísli Guðmundsson 7/2 (/102 70%)

Mörk Vals: Sigfús Páll Sigfússon 5 (8), Elvar Friðriksson 5/1 (11/2), Arnór Gunnarsson 5 (12/2), Kristján Þór Karlsson 4 (5), Hjalti Þór Pálmason 2 (6), Fannar Þór Friðgeirsson 1 (3/1), Baldvin Þorsteinsson 1 (4), Anton Rúnarsson (1), Ingvar Árnason (1)

Varin skot: Pálmar Pétursson 13 (36/2 36,1%), Ólafur Haukur Gíslason 1 (5 20%)

Fyrr í dag vann svo Akureyri nokkuð öruggan sigur á Aftureldingu fyrir norðan 27-23. Nánari umfjöllun um leikina kemur hér á Vísi í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×