Hannes: Flakkið fylgir fótboltanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2008 18:55 Hannes Þ. Sigurðsson í leik með landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Hannes í samtali við Vísi. „Þetta var svo sem ekki erfitt ferli en eins og alltaf tók það sinn tíma fyrir alla aðila að komast að niðurstöðu. Þetta blessaðist svo allt á endanum." Hannes hóf atvinnumannaferilinn hjá Viking í Stafangri og lék með félaginu í fjögur ár áður en hann hélt til Englands árið 2005. Alls hefur hann leikið með því í fimm ár. „Mér líst mjög vel á Sundsvall en það verður erfitt að fara frá Víking og Stafangri. Hér er ég með góð tengsl bæði við bæinn og klúbbinn. Hins vegar hlakka ég mikið til að fara að spila fótbolta í hverri viku. Þetta er því frábær möguleiki fyrir mig." Hannes fór frá Stoke í Englandi í ágúst 2006 og gekk til liðs við Bröndby í Danmörku. Þaðan fór hann til Viking fyrir rúmu ári síðan og verður því Sundsvall fjórða félagið sem hann leikur með í jafn mörgum löndum á rúmu einu og hálfu ári. „Ég tek þessu öllu saman eins og þetta kemur. Fótboltinn er bara þannig, maður er á faraldsfæti og það er eðlilegur hluti af fótboltanum. Ég er ekki að stressa mig á þessu." Sundsvall er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en Hannes vonast vitanlega til að félagið geti komið á óvart í sumar. „Ég þekki nú ekki sænsku deildina það vel en mér líst ágætlega á þetta. Ég átti gott samtal við þjálfarann og efast ekki um að það sé rétta valið fyrir mig að fara til Sundsvall." „Ef ég vill líka koma mér aftur í landsliðið get ég ekki setið á bekknum einhversstaðar út í heimi." Fyrr í vetur gekk FH-ingurinn Sverrir Garðarsson til liðs við Sundsvall en hann og Hannes eru æskufélagar enda sá síðarnefndi gamall FH-ingur. „Það hafði mikið að segja að Sverrir var kominn til félagsins. Það verður frábært að fá að spila með honum aftur. Ég held að það hafi síðast gerst með U-21 landsliðinu árið 2004. Við erum góðir vinir enda er hann nú guðfaðir dóttur minnar. Það er því óhætt að segja að við náum ágætlega saman." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira
Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Hannes í samtali við Vísi. „Þetta var svo sem ekki erfitt ferli en eins og alltaf tók það sinn tíma fyrir alla aðila að komast að niðurstöðu. Þetta blessaðist svo allt á endanum." Hannes hóf atvinnumannaferilinn hjá Viking í Stafangri og lék með félaginu í fjögur ár áður en hann hélt til Englands árið 2005. Alls hefur hann leikið með því í fimm ár. „Mér líst mjög vel á Sundsvall en það verður erfitt að fara frá Víking og Stafangri. Hér er ég með góð tengsl bæði við bæinn og klúbbinn. Hins vegar hlakka ég mikið til að fara að spila fótbolta í hverri viku. Þetta er því frábær möguleiki fyrir mig." Hannes fór frá Stoke í Englandi í ágúst 2006 og gekk til liðs við Bröndby í Danmörku. Þaðan fór hann til Viking fyrir rúmu ári síðan og verður því Sundsvall fjórða félagið sem hann leikur með í jafn mörgum löndum á rúmu einu og hálfu ári. „Ég tek þessu öllu saman eins og þetta kemur. Fótboltinn er bara þannig, maður er á faraldsfæti og það er eðlilegur hluti af fótboltanum. Ég er ekki að stressa mig á þessu." Sundsvall er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en Hannes vonast vitanlega til að félagið geti komið á óvart í sumar. „Ég þekki nú ekki sænsku deildina það vel en mér líst ágætlega á þetta. Ég átti gott samtal við þjálfarann og efast ekki um að það sé rétta valið fyrir mig að fara til Sundsvall." „Ef ég vill líka koma mér aftur í landsliðið get ég ekki setið á bekknum einhversstaðar út í heimi." Fyrr í vetur gekk FH-ingurinn Sverrir Garðarsson til liðs við Sundsvall en hann og Hannes eru æskufélagar enda sá síðarnefndi gamall FH-ingur. „Það hafði mikið að segja að Sverrir var kominn til félagsins. Það verður frábært að fá að spila með honum aftur. Ég held að það hafi síðast gerst með U-21 landsliðinu árið 2004. Við erum góðir vinir enda er hann nú guðfaðir dóttur minnar. Það er því óhætt að segja að við náum ágætlega saman."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Sjá meira