Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast 13. mars 2008 18:45 Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.Nú hefur OECD staðfest að barnafjölskyldur á Íslandi greiddu árið 2006 stærri hluta af tekjum sínum í skatta en sex árum áður. Og að skattabreytingar á þessum tíma hafi aðallega bætt hag hátekjufólks - öfugt við það sem gerðist víðast hvar á Vesturlöndum. Mest hækkaði skattbyrðin á árunum 1996-2004 hjá einstæðu foreldri með tvö börn og lágar tekjur, minna hjá útivinnandi hjónum með meðal eða lágar tekjur en minnst hjá einhleypu og barnlausu hálaunafólki.Ástæðan er ekki sú að skattprósentan hafi hækkað - heldur hitt að persónuafslátturinn, barna- og vaxtabætur rýrnuðu í verðbólgu. Launin okkar hækkuðu, og flest sem við kaupum líka, en viðmiðin breyttust ekki í takt, þannig að síminnkandi hópur naut barna- og vaxtabóta og fólk borgaði sístækkandi hluta launanna í skatta. Tvennt bætti hag hinna ríkari - þegar hágtekjuskattinum var kastað fyrir róða og fjármagnstekjuskatturinn tekinn upp.Hins vegar var kúrsinum snúið við á árinu 2006 og tvisvar frá þeim tíma hafa stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga tilkynnt hækkun bóta og persónuafsláttar, nú síðast í febrúar. En hversu langt hafa ráðherrar okkar gengið til að draga úr þessari auknu skattabyrði?Jú, á næstu tveimur árum munu skattleysismörk hækka í 125 þúsund krónur - á núvirði - en þyrftu að verða 145 þúsund krónur til að vinna upp það sem tapast hefur frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp á 9. áratugnum, segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.En ef vaxtabæturnar ættu að koma þjóðinni jafn vel og þær gerðu árið 1995 - þyrftu þær að tvöfaldast. Það ár greiddi ríkið þjóðinni 27,3 prósent af þeim vöxtum sem landsmenn voru að borga af íbúðalánum sínum. Árið 2006 hafði hlutfallið hrapað niður í 14,8%. Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Vaxtabætur þyrftu að tvöfaldast ef ríkið ætlar að styðja við fólk sem er að kaupa sér húsnæði á sama hátt og það gerði fyrir rúmum áratug, að mati Stefáns Ólafssonar félagsfræðiprófessors. Fréttastofa Stöðvar tvö heldur áfram að skoða skattana í landinu. Í dag skyggnumst við á bak við tölur um aukna skattbyrði, hvað veldur og hversu langt þarf að ganga eigi að snúa þróuninni við.Nú hefur OECD staðfest að barnafjölskyldur á Íslandi greiddu árið 2006 stærri hluta af tekjum sínum í skatta en sex árum áður. Og að skattabreytingar á þessum tíma hafi aðallega bætt hag hátekjufólks - öfugt við það sem gerðist víðast hvar á Vesturlöndum. Mest hækkaði skattbyrðin á árunum 1996-2004 hjá einstæðu foreldri með tvö börn og lágar tekjur, minna hjá útivinnandi hjónum með meðal eða lágar tekjur en minnst hjá einhleypu og barnlausu hálaunafólki.Ástæðan er ekki sú að skattprósentan hafi hækkað - heldur hitt að persónuafslátturinn, barna- og vaxtabætur rýrnuðu í verðbólgu. Launin okkar hækkuðu, og flest sem við kaupum líka, en viðmiðin breyttust ekki í takt, þannig að síminnkandi hópur naut barna- og vaxtabóta og fólk borgaði sístækkandi hluta launanna í skatta. Tvennt bætti hag hinna ríkari - þegar hágtekjuskattinum var kastað fyrir róða og fjármagnstekjuskatturinn tekinn upp.Hins vegar var kúrsinum snúið við á árinu 2006 og tvisvar frá þeim tíma hafa stjórnvöld í tengslum við kjarasamninga tilkynnt hækkun bóta og persónuafsláttar, nú síðast í febrúar. En hversu langt hafa ráðherrar okkar gengið til að draga úr þessari auknu skattabyrði?Jú, á næstu tveimur árum munu skattleysismörk hækka í 125 þúsund krónur - á núvirði - en þyrftu að verða 145 þúsund krónur til að vinna upp það sem tapast hefur frá því að staðgreiðslukerfið var tekið upp á 9. áratugnum, segir Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði.En ef vaxtabæturnar ættu að koma þjóðinni jafn vel og þær gerðu árið 1995 - þyrftu þær að tvöfaldast. Það ár greiddi ríkið þjóðinni 27,3 prósent af þeim vöxtum sem landsmenn voru að borga af íbúðalánum sínum. Árið 2006 hafði hlutfallið hrapað niður í 14,8%.
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira