Enginn getur ógnað Tiger Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2008 17:50 Adam Scott. Adam Scott segir að það sé ómögulegt að ætla að jafna eða jafnvel bæta árangur Tiger Woods á golfvellinum. Johnnie Walker Classic-mótið hefst á Indlandi í nótt en Scott hefur áður fagnað sigri á mótinu. Tiger vann þetta mót tvívegis á sínum tíma en hann er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Fyrrum þjálfari Woods, Butch Harmon, segir að Scott sé fær um að geta veitt Woods verðuga samkeppni í framtíðinni. Scott er 27 ára gamall og fáeinum árum yngri en Woods. Harmon hefur líka þjálfað Scott. „Ég get ekki séð að einhver geti veitt honum stöðuga samkeppni, viku á eftir viku. Hann er hreinlega í öðrum gæðaflokki." Woods vann sigur í heimsmeistaramótinu í holukeppni í Arizona um síðustu helgi og ræddi eftir mótið þann möguleika að fara taplaus í gegnum tímabilið. Þetta var sjötti sigur hans í röð. Scott hefur unnið sex mót á Evrópumótaröðinni í golfi og verður besti kylfingur mótsins í Indlandi samkvæmt styrkleikalista Alþjóða golfsambandsins. Scott vann nú síðast mót í Doha í Katar þar sem hann lék á 61 höggi á lokadeginum. En aðeins Woods, Nick Faldo og Ernie Els hafa unnið mótið tvisvar á Johnnie Walker Classic-mótinu. Meðal keppenda á mótinu í Indlandi verða þeir Vijay Singh, Miguel Angel Jimenez, Colin Montgomerie og Anton Haig, sem á titil að verja. Af heimamönnum þykja þeir Jeev Mikha Singh og Shivshankar Chowrasia sigurstranglegastir. Sá síðarnefndi vann sigur á opna indverska meistaramótinu fyrr í mánuðinum. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal keppenda á mótinu. Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Adam Scott segir að það sé ómögulegt að ætla að jafna eða jafnvel bæta árangur Tiger Woods á golfvellinum. Johnnie Walker Classic-mótið hefst á Indlandi í nótt en Scott hefur áður fagnað sigri á mótinu. Tiger vann þetta mót tvívegis á sínum tíma en hann er ekki meðal keppenda að þessu sinni. Fyrrum þjálfari Woods, Butch Harmon, segir að Scott sé fær um að geta veitt Woods verðuga samkeppni í framtíðinni. Scott er 27 ára gamall og fáeinum árum yngri en Woods. Harmon hefur líka þjálfað Scott. „Ég get ekki séð að einhver geti veitt honum stöðuga samkeppni, viku á eftir viku. Hann er hreinlega í öðrum gæðaflokki." Woods vann sigur í heimsmeistaramótinu í holukeppni í Arizona um síðustu helgi og ræddi eftir mótið þann möguleika að fara taplaus í gegnum tímabilið. Þetta var sjötti sigur hans í röð. Scott hefur unnið sex mót á Evrópumótaröðinni í golfi og verður besti kylfingur mótsins í Indlandi samkvæmt styrkleikalista Alþjóða golfsambandsins. Scott vann nú síðast mót í Doha í Katar þar sem hann lék á 61 höggi á lokadeginum. En aðeins Woods, Nick Faldo og Ernie Els hafa unnið mótið tvisvar á Johnnie Walker Classic-mótinu. Meðal keppenda á mótinu í Indlandi verða þeir Vijay Singh, Miguel Angel Jimenez, Colin Montgomerie og Anton Haig, sem á titil að verja. Af heimamönnum þykja þeir Jeev Mikha Singh og Shivshankar Chowrasia sigurstranglegastir. Sá síðarnefndi vann sigur á opna indverska meistaramótinu fyrr í mánuðinum. Birgir Leifur Hafþórsson er ekki meðal keppenda á mótinu.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira