Golf

Jacquelin leiðir en Els nálgast toppmennina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raphael Jacquelin hefur forystuna á Indlandi.
Raphael Jacquelin hefur forystuna á Indlandi. Nordic Photos / AFP

Þriðja umferð á indverska meistaramótinu í golfi fór fram í morgun og hefur Frakkinn Raphael Jacquelin tekið forystuna en hann lék á pari í dag.

Forystumaður gærdagsins, Írinn Damien McGrane, náði sér ekki á strik og lék á 75 höggum.

Jacquelin er samtals á sex höggum undir pari en Spánverjinn Jose Manuel Lara, Graeme McDowell og McGrane eru allir á fimm höggum undir pari.

Ernie Els lék þó best allra í gær er hann var eini kylfingurinn sem spilaði á færri en 70 höggum. Hann lék á 69 höggum og er á samtals tveimur höggum undir pari, rétt eins og Daninn Thomas Björn.

Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×