Barcelona mun spila vináttuleik í Kúvæt í lok leiktíðarinnar, þann 27. maí næstkomandi.
Liðið mun mæta Kazma Sporting Club í umræddum leik. Í lok síðustu leiktíðar ferðaðist Barcelona til Egyptalands þar sem liðið mætti Al Ahly og segir varaforseti markaðsdeildar Barcelona að þetta sé mikilvægt skref fyrir félagið.
„Þarna fáum við tækifæri til að fara til miðausturlanda með okkar sterkustu leikmenn og um leið kynna félagið á þessu svæði. Barca er mjög hátt metið á þessu svæði þannig að þetta samkomulag er mjög mikilvægt," sagði Jaume Ferrer.
Eiður Smári Guðjohnsen er á mála hjá Barcelona.