Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð LSH sagt upp Guðjón Helgason skrifar 29. janúar 2008 18:56 Engin bakvakt sérfræðinga verður á eitrunarmiðstöð Landspítalans frá fyrsta apríl. Læknir miðstöðvarinnar segir símaþjónustu hennar sjálfhætt og mögulega þurfi að breyta viðbragðsáætlun spítalans. Slysa- og bráðasviði Landspítala háskólasjúkrahúss hefur verið gert að spara hundrað og ellefu milljónir á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun spítalans. Fram hefur komið að vaktir lækna á neyðarbílum eru aflagðar. Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð hefur einnig verið sagt upp til að spara fimm komma sex milljónir í ár. Allt að tólf hundruð manns hringja í grænt númer eitrunardeildarinnar til að fá upplýsingar og aðstoð vegna gruns um eitrun - oftast hjá ungum börnum. Læknar á slysa- og bráðadeild - oftast unglæknar - manna þann síma og leiti til bakvaktar lyfjafræðinga og sérfræðilæknis með erfið tilvik. Þeirri bakvat var sagt upp um áramótin. Elísabet Benedikz, læknir hjá eitrunarmiðstöðinni, segir að með þessu verði símaþjónustu sjálfhætt. Gera megi ráð fyrir að með þessu leiti fólk nú beint á slysa- og bráðadeild eða á heilsugæslustöðvar með tilvik sem oft hefði mátt leysa úr í gegnum síma. Elísabet bendir á að læknir á eitrunarmiðstöð sé hluti af viðbragðsáætlun Landspítalans komi til hópeitrunar líkt og þegar klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði sumarið 2006. Vaktin sé skrifuð inn í viðbragðsáætlunina og hana þurfi að endurskoða fari svo að vaktin sé aflögð eins og hafi verið tilkynnt. Már Kristjánsson, sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs sagði í samtali við fréttastofu að eitrunarmiðstöð yrði áfram rekin og símaþjónustan sömuleiðis, þó bakvakt sérfræðinga hefði verið sagt upp. Hvað viðbragðsáætlun varaðið yrði staðið við skuldbindingar sviðsins. Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Engin bakvakt sérfræðinga verður á eitrunarmiðstöð Landspítalans frá fyrsta apríl. Læknir miðstöðvarinnar segir símaþjónustu hennar sjálfhætt og mögulega þurfi að breyta viðbragðsáætlun spítalans. Slysa- og bráðasviði Landspítala háskólasjúkrahúss hefur verið gert að spara hundrað og ellefu milljónir á þessu ári samkvæmt fjárhagsáætlun spítalans. Fram hefur komið að vaktir lækna á neyðarbílum eru aflagðar. Bakvakt sérfræðinga á eitrunarmiðstöð hefur einnig verið sagt upp til að spara fimm komma sex milljónir í ár. Allt að tólf hundruð manns hringja í grænt númer eitrunardeildarinnar til að fá upplýsingar og aðstoð vegna gruns um eitrun - oftast hjá ungum börnum. Læknar á slysa- og bráðadeild - oftast unglæknar - manna þann síma og leiti til bakvaktar lyfjafræðinga og sérfræðilæknis með erfið tilvik. Þeirri bakvat var sagt upp um áramótin. Elísabet Benedikz, læknir hjá eitrunarmiðstöðinni, segir að með þessu verði símaþjónustu sjálfhætt. Gera megi ráð fyrir að með þessu leiti fólk nú beint á slysa- og bráðadeild eða á heilsugæslustöðvar með tilvik sem oft hefði mátt leysa úr í gegnum síma. Elísabet bendir á að læknir á eitrunarmiðstöð sé hluti af viðbragðsáætlun Landspítalans komi til hópeitrunar líkt og þegar klórgasslysinu í sundlauginni á Eskifirði sumarið 2006. Vaktin sé skrifuð inn í viðbragðsáætlunina og hana þurfi að endurskoða fari svo að vaktin sé aflögð eins og hafi verið tilkynnt. Már Kristjánsson, sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs sagði í samtali við fréttastofu að eitrunarmiðstöð yrði áfram rekin og símaþjónustan sömuleiðis, þó bakvakt sérfræðinga hefði verið sagt upp. Hvað viðbragðsáætlun varaðið yrði staðið við skuldbindingar sviðsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira