Fótbolti

Lagerbäck áfram með sænska landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck, þjálfari sænska landsliðsins í knattspyrnu.
Lars Lagerbäck, þjálfari sænska landsliðsins í knattspyrnu. Nordic Photos / Getty Images

Sænska knattspyrnusambandið hefur framlengt samning sinn við Lars Lagerbäck landsliðsþjálfara til ársins 2010.

Roland Andersson verður áfram aðstoðarmaður Lagerbäck sem starfaði fyrst hjá landsliðinu sem aðstoðarmaður Tommy Söderberg árið 1998. Lagerbäck og Söderberg stýrðu svo liðinu í sameiningu frá 2000 til 2004.

Undir hans stjórn komst Svíþjóð í úrslitakeppni EM sem haldin verður í Austurríki og Sviss á næsta ári.

Lagerbäck verður sextugur á árinu en hann hefur starfað við þjálfarastörf hjá sænska knattspyrnusambandinu frá 1990.

Sænska landsliðið hefur verið með níu þjálfara frá árinu 1962. Til samanburðar má nefna að á sama tímabili hefur íslenska landsliðið í knattspyrnu verið með 22 þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×