Hrossaþjófur felldur með DNA sýni Óli Tynes skrifar 27. júlí 2008 18:15 Þegar Sæunn Oddsdóttir á Steinum í Stafholtstungum lánaði hann Baldur sinn til hestaferðar, átti hún ekki von á öðru en hún fengi hann aftur eftir nokkra daga. Síðan eru liðin þrjú ár. Sá sem fékk Baldur lánaðan lét nefnilega örmerkja hann, breytti nafninu, laug til um uppruna og seldi hann til Þýskalands. Þegar Sæunni fór að lengja eftir Baldri fór hún á fund mannsins, sem ekki þóttist finna hestinn í haga sínum. Hann neitaði Sæunni um að leita þar sjálf. Það sem varð kauða að falli var að sú hrossaætt sem hann hafði gefið upp fyrir hestinn getur ekki gefið af sér bleikálótt afkvæmi, lík Baldri. Sæunn sagði í samtali við fréttastofuna að hún hefði ekki getað hugsað sér að láta kyrrt liggja. Hún leitaði liðsinnis Bændasamtakanna sem fundu Baldur fljótlega á sínu nýja heimili. Þýski eigandinn heimilaði að tekið yrði DNA sýni úr hestinum og voru þá komnar óyggjandi sannanir um hrossaþjófnaðinn. Þá loks gaf þjófurinn sig og í gegnum lögfræðing Sæunnar bætti hann henni Baldur, til þess að sleppa við ákæru. Sæunni sárnaði þessi framkoma að vonum mjög. Maðurinn hefði gerst sekur um mörg brot. Bæði gagnvart henni sem eiganda og gagnvart Baldri, sem aldrei átti að fara úr landi. Sæunn sagði að Baldur væri lifandi dýr og henni sárnaði meðferðin á honum miklu meira en ef til dæmis hefði verið stolið frá henni bíl. Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þegar Sæunn Oddsdóttir á Steinum í Stafholtstungum lánaði hann Baldur sinn til hestaferðar, átti hún ekki von á öðru en hún fengi hann aftur eftir nokkra daga. Síðan eru liðin þrjú ár. Sá sem fékk Baldur lánaðan lét nefnilega örmerkja hann, breytti nafninu, laug til um uppruna og seldi hann til Þýskalands. Þegar Sæunni fór að lengja eftir Baldri fór hún á fund mannsins, sem ekki þóttist finna hestinn í haga sínum. Hann neitaði Sæunni um að leita þar sjálf. Það sem varð kauða að falli var að sú hrossaætt sem hann hafði gefið upp fyrir hestinn getur ekki gefið af sér bleikálótt afkvæmi, lík Baldri. Sæunn sagði í samtali við fréttastofuna að hún hefði ekki getað hugsað sér að láta kyrrt liggja. Hún leitaði liðsinnis Bændasamtakanna sem fundu Baldur fljótlega á sínu nýja heimili. Þýski eigandinn heimilaði að tekið yrði DNA sýni úr hestinum og voru þá komnar óyggjandi sannanir um hrossaþjófnaðinn. Þá loks gaf þjófurinn sig og í gegnum lögfræðing Sæunnar bætti hann henni Baldur, til þess að sleppa við ákæru. Sæunni sárnaði þessi framkoma að vonum mjög. Maðurinn hefði gerst sekur um mörg brot. Bæði gagnvart henni sem eiganda og gagnvart Baldri, sem aldrei átti að fara úr landi. Sæunn sagði að Baldur væri lifandi dýr og henni sárnaði meðferðin á honum miklu meira en ef til dæmis hefði verið stolið frá henni bíl.
Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira