Sam Shepard í mynd Balta 8. júlí 2008 06:00 Gamla goðið hans Baltasars hefur fallist á að leika í myndinni Run for her Live. Nordicphotos/Getty „Hann er goðið. Þetta er gamall draumur," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálfan Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó - á verndarsvæði indíana. Um er að ræða Hollywood-myndina Run for her Live. Myndin kostar 80 milljónir dollara og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir mynd af þessari stærðargráðu á erlendri grund. Í aðalhlutverkum eru Dermot Mulrony og þýska leikkonan Diane Kruger en auk þeirra fara Vincent Perez og Jordi Maalá með hlutverk í myndinni ásamt Shepard. „Þetta er stórt hlutverk en einangrað að því leyti að það er tekið upp sér. Hann er að leika Jim Harrisson, pólitíkus frá New-Mexico, sem er tvöfaldur í roðinu. Mig hefur lengi dreymt um að vinna með honum. Bæði er hann frábær leikari og mikið leikskáld. Hann stendur fyrir svo margt," segir Baltasar. Og ekki lítið hrós sem hann fékk frá Shepard sem hrósaði handritinu sem Baltasar hefur endurskrifað. „Þannig að það hlýtur eitthvað að vera í þessu." Baltasar lýgur engu um það: Sam Shepard er eitthvert virtasta núlifandi leikskáld heimsins auk þess sem afrekaskrá hans sem leikari á hvíta tjaldinu er tilkomumikil lesning: Frances, Homo Faber, The Pledge, The Right Stuff svo handahófskennd dæmi séu nefnd. Baltasar var nýverið hér á landi, skrapp á Landsmót hestamanna meðan Bandaríkjamenn héldu upp á 4. júlí, segist hafa þurft að athuga með ræturnar þótt hann láti vel af sér í Nýju-Mexíkó. „Þarna er mikill hiti. Og ég að breytast í súkkulaðisósu. En þetta gengur rosalega vel. Við erum tæplega hálfnaðir í tökum en fyrirhugað er að þeim ljúki í byrjun ágúst. Ég er á leiðinni aftur," segir Baltasar. Hann nefnir einnig mikinn hvalreka á fjörur þeirra sem að myndinni koma, en þar er um að ræða manninn sem stjórnaði öllum hasaratriðunum í Bourne-myndunum þar sem Matt Damon var í aðalhlutverki. „Já, munar um minna. Darrin Prescott er „stunt coordinator". Bourne-myndirnar eru flottustu „action"-myndir sem gerðar hafa verið í Ameríku," segir Baltasar sem nú heldur utan til að ljúka tökum. Og er ekki lítið ánægður með það að vera að fara að starfa með sjálfum Sam Shepard. jakob@frettabladid.is Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Hann er goðið. Þetta er gamall draumur," segir Baltasar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Baltasar var að ganga frá því nú fyrir fáeinum dögum að ráða sjálfan Sam Shepard til að leika stórt hlutverk í kvikmynd sem hann leikstýrir úti í Nýju-Mexíkó - á verndarsvæði indíana. Um er að ræða Hollywood-myndina Run for her Live. Myndin kostar 80 milljónir dollara og er þetta í fyrsta skipti sem íslenskur leikstjóri gerir mynd af þessari stærðargráðu á erlendri grund. Í aðalhlutverkum eru Dermot Mulrony og þýska leikkonan Diane Kruger en auk þeirra fara Vincent Perez og Jordi Maalá með hlutverk í myndinni ásamt Shepard. „Þetta er stórt hlutverk en einangrað að því leyti að það er tekið upp sér. Hann er að leika Jim Harrisson, pólitíkus frá New-Mexico, sem er tvöfaldur í roðinu. Mig hefur lengi dreymt um að vinna með honum. Bæði er hann frábær leikari og mikið leikskáld. Hann stendur fyrir svo margt," segir Baltasar. Og ekki lítið hrós sem hann fékk frá Shepard sem hrósaði handritinu sem Baltasar hefur endurskrifað. „Þannig að það hlýtur eitthvað að vera í þessu." Baltasar lýgur engu um það: Sam Shepard er eitthvert virtasta núlifandi leikskáld heimsins auk þess sem afrekaskrá hans sem leikari á hvíta tjaldinu er tilkomumikil lesning: Frances, Homo Faber, The Pledge, The Right Stuff svo handahófskennd dæmi séu nefnd. Baltasar var nýverið hér á landi, skrapp á Landsmót hestamanna meðan Bandaríkjamenn héldu upp á 4. júlí, segist hafa þurft að athuga með ræturnar þótt hann láti vel af sér í Nýju-Mexíkó. „Þarna er mikill hiti. Og ég að breytast í súkkulaðisósu. En þetta gengur rosalega vel. Við erum tæplega hálfnaðir í tökum en fyrirhugað er að þeim ljúki í byrjun ágúst. Ég er á leiðinni aftur," segir Baltasar. Hann nefnir einnig mikinn hvalreka á fjörur þeirra sem að myndinni koma, en þar er um að ræða manninn sem stjórnaði öllum hasaratriðunum í Bourne-myndunum þar sem Matt Damon var í aðalhlutverki. „Já, munar um minna. Darrin Prescott er „stunt coordinator". Bourne-myndirnar eru flottustu „action"-myndir sem gerðar hafa verið í Ameríku," segir Baltasar sem nú heldur utan til að ljúka tökum. Og er ekki lítið ánægður með það að vera að fara að starfa með sjálfum Sam Shepard. jakob@frettabladid.is
Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira