Spænski hjólreiðakappinn Luis-Leon Sanchez sigraði í sjöunda áfanga Frakklandshjólreiðanna sem fram fór í dag. Hjólaðir voru 159 kílómetrar frá Brioude til Aurillac.
Spánverjinn náði öruggri forystu þegar fimm kílómetrar voru eftir af keppni dagsins, en nokkrir keppendur féllu úr leik. Þar á meðal var fyrrum Frakklandsmeistarinn Christophe Moreau.
Kim Kirchen hjá liði Columbia náði aftur í gulu treyjuna og hefur forystu í heildarkeppninni.