Bölvun á plötu Bob Justman 17. desember 2008 05:15 Kristinn Gunnar Blöndal bíður enn eftir því að sín fyrsta sólóplata komi út. fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu," segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól. Fyrsta sólóplata Bob Justman, Happiness and Woe, hefur verið tíu ár í smíðum og þegar loksins leit út fyrir að hún kæmi út fyrir tveimur mánuðum skall kreppan á með öllum sínum vandkvæðum. Platan tafðist í framleiðslu úti í löndum og þegar fyrsta upplagið kom loksins til landsins fyrir skömmu var það gallað. „Diskurinn sjálfur var bilaður, það voru bara í lagi lögin frá eitt til fjögur. Þetta er stórfurðulegt, ég hef aldrei heyrt um neitt svona áður," segir Kristinn. Spurður hvort einhver bölvun sé á plötunni segir hann að svo gæti vel verið. „Einu sinni vorum ég og Gunni Tynes í stúdíói að fara að mixa plötuna. Það var stormur í borginni en við fórum samt og ætluðum að klára hana. Þegar við komum segi ég við hann að ef rafmagnið fari þá sé bölvun á þessu verkefni. Fimm mínútum seinna fór rafmagnið," segir hann. „Svo er það þannig að bara allt sem getur komið fyrir, það kemur fyrir." Kristinn ætlar að fara þetta á seiglunni og er sannfærður um að platan komi út fyrir jól. „Núna er þetta úr mínum höndum. Þetta er ekki ég lengur og hætti að vera það fyrir löngu. Þetta er bara fyndið." - fb Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er alveg ótrúlegt. Ég get ekki annað en bara brosað yfir þessu," segir Kristinn Gunnar Blöndal, eða Bob Justman, einn seinheppnasti tónlistarmaðurinn sem gefur út fyrir þessi jól. Fyrsta sólóplata Bob Justman, Happiness and Woe, hefur verið tíu ár í smíðum og þegar loksins leit út fyrir að hún kæmi út fyrir tveimur mánuðum skall kreppan á með öllum sínum vandkvæðum. Platan tafðist í framleiðslu úti í löndum og þegar fyrsta upplagið kom loksins til landsins fyrir skömmu var það gallað. „Diskurinn sjálfur var bilaður, það voru bara í lagi lögin frá eitt til fjögur. Þetta er stórfurðulegt, ég hef aldrei heyrt um neitt svona áður," segir Kristinn. Spurður hvort einhver bölvun sé á plötunni segir hann að svo gæti vel verið. „Einu sinni vorum ég og Gunni Tynes í stúdíói að fara að mixa plötuna. Það var stormur í borginni en við fórum samt og ætluðum að klára hana. Þegar við komum segi ég við hann að ef rafmagnið fari þá sé bölvun á þessu verkefni. Fimm mínútum seinna fór rafmagnið," segir hann. „Svo er það þannig að bara allt sem getur komið fyrir, það kemur fyrir." Kristinn ætlar að fara þetta á seiglunni og er sannfærður um að platan komi út fyrir jól. „Núna er þetta úr mínum höndum. Þetta er ekki ég lengur og hætti að vera það fyrir löngu. Þetta er bara fyndið." - fb
Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira