Hefur skilning og pólitískt þor Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. júlí 2008 16:09 Kristján Möller, samgönguráðherra. „Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni,“ segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. Bergur sagði Kristján skorta skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Hann sagði Vegagerðina vera ríki í ríkinu sem væri að hefja náttúruspjöll með framkvæmdum við Gjábakkaveg, veg um Teigskóg og Dettifossveg. Kristján segist tvívegis hafa átt fundi með fulltrúum Landverndar um framkvæmdirnar og hlustað á sjónarmið samtakanna. ,,Ég hef lesið öll þau gögn sem til eru varðandi þessa vegi en ég er hinsvegar ekki sammála þeirra sjónarmiðum og byggi ég þá skoðun mína á því að mat á umhverfisáhrifum við allar þessar framkvæmdir hefur farið fram." Í staðinn fyrir veg um Teigskóg hefur verið rætt um jarðgöng. ,,Ég hef ekkert á móti jarðgöngum en það er miklu meiri kostnaður sem fylgir þeim," segir Kristján og bætir við að það er mat hans hans að framkvæmdir við veginn eigi að hefjast sem fyrst. Auk þess hafi umhverfisráðherra úrskurðað um framkvæmdina og Vegagerðin breytt áætlunum sínum í framhaldinu. Um Dettifossveg segir Kristján að það hafi verið sameiginleg niðurstaða starfshóps sem í voru fulltrúar sveitarfélaga, Náttúruverndar ríkisins, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja veginn vestan Jökulsár. Áður en útboð um veg um Gjábakka hófst segist Kristján hafa farið vel yfir öll gögn sem hafi komið inn á hans borð. ,,Ef skoðaðar eru niðurstöður umhverfismats sést að meirihluti nítratmengunar sem fer í Þingvallavatn er vegna landbúnaðar, sumarhúsa og umferðar sem fylgir skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi atriði hafa meiri áhrif heldur en staðsetning vegar um Gjábakka," segir Kristján. Kristján segist hafa farið vel yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrrnefnda vegi. ,,Umhverfismat liggur fyrir og umhverfisráðherra er búinn að úrskurða í kærumálum þannig að þessi verk ganga eftir. Búið er að semja við verktaka um lagningu Gjábakkavegar og Dettifossvegar.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
„Ég hef skilning á náttúruverndar- sjónarmiðum og pólitískt þor en það ekki þar með sagt að það þurfi að vera nákvæmlega það sama og menn biðja um hverju sinni,“ segir Kristján Möller, samgönguráðherra, í kjölfar yfirlýsingar Bergs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Landverndar, frá því fyrr í dag. Bergur sagði Kristján skorta skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða. Hann sagði Vegagerðina vera ríki í ríkinu sem væri að hefja náttúruspjöll með framkvæmdum við Gjábakkaveg, veg um Teigskóg og Dettifossveg. Kristján segist tvívegis hafa átt fundi með fulltrúum Landverndar um framkvæmdirnar og hlustað á sjónarmið samtakanna. ,,Ég hef lesið öll þau gögn sem til eru varðandi þessa vegi en ég er hinsvegar ekki sammála þeirra sjónarmiðum og byggi ég þá skoðun mína á því að mat á umhverfisáhrifum við allar þessar framkvæmdir hefur farið fram." Í staðinn fyrir veg um Teigskóg hefur verið rætt um jarðgöng. ,,Ég hef ekkert á móti jarðgöngum en það er miklu meiri kostnaður sem fylgir þeim," segir Kristján og bætir við að það er mat hans hans að framkvæmdir við veginn eigi að hefjast sem fyrst. Auk þess hafi umhverfisráðherra úrskurðað um framkvæmdina og Vegagerðin breytt áætlunum sínum í framhaldinu. Um Dettifossveg segir Kristján að það hafi verið sameiginleg niðurstaða starfshóps sem í voru fulltrúar sveitarfélaga, Náttúruverndar ríkisins, Ferðamálaráðs og Samtaka ferðaþjónustunnar að leggja veginn vestan Jökulsár. Áður en útboð um veg um Gjábakka hófst segist Kristján hafa farið vel yfir öll gögn sem hafi komið inn á hans borð. ,,Ef skoðaðar eru niðurstöður umhverfismats sést að meirihluti nítratmengunar sem fer í Þingvallavatn er vegna landbúnaðar, sumarhúsa og umferðar sem fylgir skráningu Þingvalla á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi atriði hafa meiri áhrif heldur en staðsetning vegar um Gjábakka," segir Kristján. Kristján segist hafa farið vel yfir fyrirhugaðar framkvæmdir við fyrrnefnda vegi. ,,Umhverfismat liggur fyrir og umhverfisráðherra er búinn að úrskurða í kærumálum þannig að þessi verk ganga eftir. Búið er að semja við verktaka um lagningu Gjábakkavegar og Dettifossvegar.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58 Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Vegagerðin er ekki eins og ríki í ríkinu Ákvarðanir um vegalagningu, til dæmis varðandi Dettifossveg, Lyngdalsheiðarveg og Vestfjarðaveg um Teigsskóg, eru ekki teknar að óathuguðu máli. Í öllum þessum tilvikum hefur farið fram ítarlegt mat og skoðun á mögulegum veglínum. 23. júlí 2008 12:58
Segir samgönguráðherra skorta skilning eða pólitískt þor Kristján L. Möller skortir skilning á náttúruvernd eða pólitískt þor til að taka tillit til náttúruverndarsjónarmiða, að sögn Bergs Sigurðssonar framkvæmdastjóra Landverndar. Hann segir Vegagerðina vera ríki í ríkinu. 23. júlí 2008 10:37