3D allsráðandi 18. september 2008 05:00 Bandaríski leikstjórinn James Cameron með þrívíddargleraugun sín. Hann er einn þeirra sem vinna skipulega að því að koma slíkum kvikmyndum í framleiðslu. Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús. Í þróun sé linsa fyrir tökuvélar sem gefi áhorfandanum þá tilfinningu að hann horfi á atburði á tjaldinu í þrívídd. Sama tækni verði ráðandi í myndmiðlun í sjónvarpi, á mynddiskum og í netheimum og á símum. Þrívídd muni taka yfir alla vestræna myndmiðla og þaðan leggja undir sig alla myndframleiðslu. Áhorfandi á myndefni í þrívídd verður að nota sjóngler sem draga fram dýpt í myndfletinum og spáir Katzenberger að með auknu efni af þessu tagi fari almenningur að fjárfesta í sérstökum gleraugum til að nota þegar horft er á myndmiðla. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Ferðina til miðju jarðar sem var áður kölluð Leyndardómar Snæfellsjökuls í kvikmyndahúsum hér á landi en hún er unnin í þrívídd. Til þessa hafa fjölmargar kvikmyndir verið framleiddar með þessari tækni en hafa til þessa verið undantekningar á myndmarkaði.- pbb Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Bandaríski viðskiptajöfurinn Jeffrey Katzenberger, forstjóri bandaríska framleiðslurisans Dreamworks, ávarpaði ráðstefnu um framtíð sjónvarps í Amsterdam í síðustu viku um gervihnött. Þar hélt hann fram þeirri skoðun að brátt verði 3D-format allsráðandi í framleiðslu myndefnis fyrir kvikmyndahús. Í þróun sé linsa fyrir tökuvélar sem gefi áhorfandanum þá tilfinningu að hann horfi á atburði á tjaldinu í þrívídd. Sama tækni verði ráðandi í myndmiðlun í sjónvarpi, á mynddiskum og í netheimum og á símum. Þrívídd muni taka yfir alla vestræna myndmiðla og þaðan leggja undir sig alla myndframleiðslu. Áhorfandi á myndefni í þrívídd verður að nota sjóngler sem draga fram dýpt í myndfletinum og spáir Katzenberger að með auknu efni af þessu tagi fari almenningur að fjárfesta í sérstökum gleraugum til að nota þegar horft er á myndmiðla. Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Ferðina til miðju jarðar sem var áður kölluð Leyndardómar Snæfellsjökuls í kvikmyndahúsum hér á landi en hún er unnin í þrívídd. Til þessa hafa fjölmargar kvikmyndir verið framleiddar með þessari tækni en hafa til þessa verið undantekningar á myndmarkaði.- pbb
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira