Mýrin vekur mikla hrifningu 16. september 2008 08:00 erlendur í parís Andlit Ingvars Sigurðssonar í hlutverki Erlends hefur prýtt auglýsingaskilti í París að undanförnu. Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur hlotið frábærar viðtökur í Bretlandi og Frakklandi að undanförnu. Myndin var frumsýnd í Bretlandi á föstudag og var um að ræða stærstu frumsýningu á íslenskri mynd í Bretlandi frá upphafi. Hefur hún víðast hvar fengið fjórar stjörnur, þar á meðal á heimasíðum The Guardian, The Independent, The Times, Empire og Channel 4. Á kvikmyndasíðunni Rottentomatoes.com fær hún að auki 94% í einkunn af 100 mögulegum. „Söguþráðurinn er áhugavert púsluspil sem hélt mér á sætisbrúninni til enda. Fleiri myndir um rannsóknarlögguna Erlend hljóta að vera á leiðinni,“ segir í dómi The Guardian og The Independent bætir við: „Erfiðu föðurhlutverkinu er blandað á sannfærandi hátt saman við drungann á Íslandi, söng karlakóra og fáfarna vegi. Íslenski maturinn virkar heldur ekki upp á marga fiska. Að sjá mann borða kindarhöfuð í morgunmat á seint eftir að gleymast.“ Mýrin var frumsýnd í Frakklandi á miðvikudag og telja dreifingaraðilar að aðsókn á hana fari yfir hundrað þúsund manns. Dómar um myndina þar í landi hafa verið lofsamlegir og hefur mikil umfjöllun átt sér stað um hana í öllum helstu fjölmiðlunum. Jafnframt hefur andlit Ingvars Sigurðssonar í hlutverki Erlends prýtt auglýsingaskilti í neðanjarðarlestakerfi Parísarborgar síðastliðnar vikur. Mýrin hefur þegar verið seld til fjölda landa, þar á meðal Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ísraels og Írlands auk Norðurlandanna. Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur hlotið frábærar viðtökur í Bretlandi og Frakklandi að undanförnu. Myndin var frumsýnd í Bretlandi á föstudag og var um að ræða stærstu frumsýningu á íslenskri mynd í Bretlandi frá upphafi. Hefur hún víðast hvar fengið fjórar stjörnur, þar á meðal á heimasíðum The Guardian, The Independent, The Times, Empire og Channel 4. Á kvikmyndasíðunni Rottentomatoes.com fær hún að auki 94% í einkunn af 100 mögulegum. „Söguþráðurinn er áhugavert púsluspil sem hélt mér á sætisbrúninni til enda. Fleiri myndir um rannsóknarlögguna Erlend hljóta að vera á leiðinni,“ segir í dómi The Guardian og The Independent bætir við: „Erfiðu föðurhlutverkinu er blandað á sannfærandi hátt saman við drungann á Íslandi, söng karlakóra og fáfarna vegi. Íslenski maturinn virkar heldur ekki upp á marga fiska. Að sjá mann borða kindarhöfuð í morgunmat á seint eftir að gleymast.“ Mýrin var frumsýnd í Frakklandi á miðvikudag og telja dreifingaraðilar að aðsókn á hana fari yfir hundrað þúsund manns. Dómar um myndina þar í landi hafa verið lofsamlegir og hefur mikil umfjöllun átt sér stað um hana í öllum helstu fjölmiðlunum. Jafnframt hefur andlit Ingvars Sigurðssonar í hlutverki Erlends prýtt auglýsingaskilti í neðanjarðarlestakerfi Parísarborgar síðastliðnar vikur. Mýrin hefur þegar verið seld til fjölda landa, þar á meðal Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ísraels og Írlands auk Norðurlandanna.
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira