Semur tónlist fyrir stórmynd í Hollywood Gunnar Lárus Hjálmarsson skrifar 6. september 2008 07:00 Jóhann Jóhannsson semur fyrir Personal Effects, Hollywood-stórmynd með Ashton Kutcher og Michelle Pfeiffer. Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við Hollywoodmyndina Personal Effects, sem frumsýnd verður á næsta ári. Í aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Myndin er byggð á smásögu eftir Rick Moody, þann sama og skrifaði skáldsöguna Ice Storm, sem Ang Lee gerði verðlaunamynd upp úr. „Framleiðandi myndarinnar hafði nú bara samband við mig upp úr þurru,“ segir Jóhann. „Þeir höfðu grófklippt myndina við tónlist eftir mig og höfðu mig í huga sem tónskáld frá upphafi.“ Jóhann segist ekki hafa hitt stórstjörnurnar eða leikstjórann, David Hollander. „Hollywood er auðvitað hinum megin á hnettinum og samskipti hafa mest farið fram í gegnum síma seint á kvöldin eða í gegnum netið. Það gekk bara ágætlega, enda er líkamleg staðsetning aukaatriði nú á dögum.“ Jóhann segist ekkert sérstaklega áhugasamur um að vinna frekar fyrir Hollywood. „Þessi mynd er dramatísk, sagan er um venjulegt fólk og hvernig það dílar við alvarleg áföll i lífinu. Mér finnst gaman að semja kvikmyndatónlist, og er sama hvers lensk myndin er, á meðan hún er áhugaverð.“ Jóhann hefur samið tónlist við ýmsar kvikmyndir og leikrit og fékk nýlega fyrstu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Varmints á Rhode Island International Film Festival í Bandaríkjunum. Myndin, sem er eftir BAFTA-verðlaunahafann Marc Craste, hlaut líka verðlaun sem besta „animation“-myndin. „Samt er aðaláherslan hjá mér á mínar eigin plötur og tónleika, það er mest gefandi,“ segir Jóhann. Ný sólóplata hans, Fordlandia, kemur út í byrjun nóvember hjá breska merkinu 4AD. „Ég tók plötuna upp víðs vegar um heiminn, á Íslandi, í Prag, Tókýó, Kaupmannahöfn og Ósló. Þeir sem spila inn á plötuna eru meðal annars íslenskur strengjakvartett sem hefur ferðast um heiminn með mér undanfarin ár, slagverksleikarinn Matthías Hemstock og Fílharmónían í Prag. Fordlandia er kannski blanda af fyrri verkum, dálítið af smáum, lágstemmdum stykkjum eins og á Englabarna-plötunni, dálítið af lengri epískum verkum eins og á IBM 1401 og Virðulegu forsetar, og svo líka vonandi eitthvað nýtt.“ Þessi misserin er Jóhann með annan fótinn í Kaupmannahöfn og eins og sést er nóg að gera. „Akkúrat núna er ég staddur í stúdíói fyrir utan Kaupmannahöfn að vinna að tónlist fyrir sjónvarpsseríuna Svarta engla eftir þá Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson. Samtímis er ég að klára kórverk sem verður flutt í október á Sequnces-hátíðinni. Verkið er fyrir blandaðan kór, sex rafmagnsgítarleikara og slagverk.“ Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Jóhann Jóhannsson semur tónlistina við Hollywoodmyndina Personal Effects, sem frumsýnd verður á næsta ári. Í aðalhlutverkum eru stórstjörnurnar Ashton Kutcher, Michelle Pfeiffer og Kathy Bates. Myndin er byggð á smásögu eftir Rick Moody, þann sama og skrifaði skáldsöguna Ice Storm, sem Ang Lee gerði verðlaunamynd upp úr. „Framleiðandi myndarinnar hafði nú bara samband við mig upp úr þurru,“ segir Jóhann. „Þeir höfðu grófklippt myndina við tónlist eftir mig og höfðu mig í huga sem tónskáld frá upphafi.“ Jóhann segist ekki hafa hitt stórstjörnurnar eða leikstjórann, David Hollander. „Hollywood er auðvitað hinum megin á hnettinum og samskipti hafa mest farið fram í gegnum síma seint á kvöldin eða í gegnum netið. Það gekk bara ágætlega, enda er líkamleg staðsetning aukaatriði nú á dögum.“ Jóhann segist ekkert sérstaklega áhugasamur um að vinna frekar fyrir Hollywood. „Þessi mynd er dramatísk, sagan er um venjulegt fólk og hvernig það dílar við alvarleg áföll i lífinu. Mér finnst gaman að semja kvikmyndatónlist, og er sama hvers lensk myndin er, á meðan hún er áhugaverð.“ Jóhann hefur samið tónlist við ýmsar kvikmyndir og leikrit og fékk nýlega fyrstu verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Varmints á Rhode Island International Film Festival í Bandaríkjunum. Myndin, sem er eftir BAFTA-verðlaunahafann Marc Craste, hlaut líka verðlaun sem besta „animation“-myndin. „Samt er aðaláherslan hjá mér á mínar eigin plötur og tónleika, það er mest gefandi,“ segir Jóhann. Ný sólóplata hans, Fordlandia, kemur út í byrjun nóvember hjá breska merkinu 4AD. „Ég tók plötuna upp víðs vegar um heiminn, á Íslandi, í Prag, Tókýó, Kaupmannahöfn og Ósló. Þeir sem spila inn á plötuna eru meðal annars íslenskur strengjakvartett sem hefur ferðast um heiminn með mér undanfarin ár, slagverksleikarinn Matthías Hemstock og Fílharmónían í Prag. Fordlandia er kannski blanda af fyrri verkum, dálítið af smáum, lágstemmdum stykkjum eins og á Englabarna-plötunni, dálítið af lengri epískum verkum eins og á IBM 1401 og Virðulegu forsetar, og svo líka vonandi eitthvað nýtt.“ Þessi misserin er Jóhann með annan fótinn í Kaupmannahöfn og eins og sést er nóg að gera. „Akkúrat núna er ég staddur í stúdíói fyrir utan Kaupmannahöfn að vinna að tónlist fyrir sjónvarpsseríuna Svarta engla eftir þá Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson. Samtímis er ég að klára kórverk sem verður flutt í október á Sequnces-hátíðinni. Verkið er fyrir blandaðan kór, sex rafmagnsgítarleikara og slagverk.“
Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Lífið samstarf Fleiri fréttir Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira