Microsoft hressir upp á Xbox í samkeppninni Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júlí 2008 20:22 Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony. Frá og með ágústmánuði mun Xbox á Bandaríkja- og Kanadamarkaði búa yfir 60 gígabæta minni í stað þeirra 20 gígabæta sem nú tíðkast. Í Bandaríkjunum hafa PlayStation frá Sony og Wii-tölvan frá Nintendo skotið Xbox ref fyrir rass það sem af er þessu ári en PlayStation 3 hefur sótt töluvert í sig veðrið með auknu úrvali leikja og DVD-spilara sem gerir notandanum kleift að horfa á kvikmyndir ásamt því að spila tölvuleiki. Sony seldi 1,2 milljónir PlayStation 3-tölva á móti 1,1 milljón seldra Xbox-tölva hjá Microsoft fyrstu fimm mánuði ársins. Hjá Nintendo seldust hins vegar 2,8 milljónir Wii-tölva. Bloomberg greindi frá. Leikjavísir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur ákveðið að þrefalda minnisrými Xbox 360-leikjatölvunnar með það fyrir augum að styrkja stöðu sína gagnvart keppinautunum Nintendo og Sony. Frá og með ágústmánuði mun Xbox á Bandaríkja- og Kanadamarkaði búa yfir 60 gígabæta minni í stað þeirra 20 gígabæta sem nú tíðkast. Í Bandaríkjunum hafa PlayStation frá Sony og Wii-tölvan frá Nintendo skotið Xbox ref fyrir rass það sem af er þessu ári en PlayStation 3 hefur sótt töluvert í sig veðrið með auknu úrvali leikja og DVD-spilara sem gerir notandanum kleift að horfa á kvikmyndir ásamt því að spila tölvuleiki. Sony seldi 1,2 milljónir PlayStation 3-tölva á móti 1,1 milljón seldra Xbox-tölva hjá Microsoft fyrstu fimm mánuði ársins. Hjá Nintendo seldust hins vegar 2,8 milljónir Wii-tölva. Bloomberg greindi frá.
Leikjavísir Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira