Svínahryggur með pöru 21. febrúar 2008 00:01 Uppskrift af Nóatún.is Svínahryggur með pöru Fjöldi matargesta: 4 2.5 kg svínahryggur , á beini 2 Stk. hvítlauksgeirar , pressaðir 3 Stk. lárviðarlauf , mulin 0.25 Tsk. negull gróft salt pipar , nýmalaður 2 Stk. laukur , skornir í þykkar sneiðar olía soð og skófir úr steikarskúffunni 350 ml. vatn 1 Tsk. kjötkraftur , eftir smekk salt , ef þarf 100 ml. rjómi sósujafnari , eða hveiti til þykkingar LeiðbeiningarTakið kjötið úr kæli um klukkustund fyrir steikingu. Ristið skurði í pöruna með dúkahníf eða beittum hnífsoddi með um 1 cm millibili (eða látið gera það í kjötborðinu). Setjið hvítlauk, lárviðarlauf, negul, salt og pipar í skál og blandið vel saman. Núið blöndunni inn í kjötið og pöruna og gætið þess að krydda ofan í hvern skurð. Penslið steikarformið með svolítilli olíu og raðið lauksneiðum í það. Setjið hrygginn á grind og látið pöruna snúa upp. Hitið ofninn í 230°. Steikið hrygginn í um 20 mín. Lækkið þá hitann í 170° og steikið áfram í um 2 klst., eða þar til safinn sem rennur úr þegar prjóni er stungið djúpt í kjötið er alveg tær. Best er þó að nota kjöthitamæli og ætti hann þá að sýna 70-72°, sé honum stungið í miðju. Takið kjötið úr ofninum og setjið það á fat eða bretti, breiðið álpappír lauslega yfir og látið það standa á hlýjum stað í a.m.k. 25 mín. áður en það er borið fram. Setjið steikarformið á heita eldavélarhellu (ef það þolir slíka meðferð), hellið hvítvíni eða eplasafa í og skafið botninn vel til að losa um skófir. Ef formið þolir ekki að fara á eldavélina er best að hella víninu í það á meðan það er enn sjóðheitt úr ofninum. Fleytið mestalla fituna ofan af og síið soðið í pott. Bætið vatni og kjötkrafti í pottinn og látið sjóða í nokkrar mínútur. Hrærið rjómanum saman við soðið, smakkið og bragðbætið eftir þörfum með pipar, salti og e.t.v. meiri kjötkrafti. Þykkið sósuna með sósujafnara eða hveitihristingi en hafið hana þó fremur þunna. Jólamatur Svínakjöt Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Uppskrift af Nóatún.is Svínahryggur með pöru Fjöldi matargesta: 4 2.5 kg svínahryggur , á beini 2 Stk. hvítlauksgeirar , pressaðir 3 Stk. lárviðarlauf , mulin 0.25 Tsk. negull gróft salt pipar , nýmalaður 2 Stk. laukur , skornir í þykkar sneiðar olía soð og skófir úr steikarskúffunni 350 ml. vatn 1 Tsk. kjötkraftur , eftir smekk salt , ef þarf 100 ml. rjómi sósujafnari , eða hveiti til þykkingar LeiðbeiningarTakið kjötið úr kæli um klukkustund fyrir steikingu. Ristið skurði í pöruna með dúkahníf eða beittum hnífsoddi með um 1 cm millibili (eða látið gera það í kjötborðinu). Setjið hvítlauk, lárviðarlauf, negul, salt og pipar í skál og blandið vel saman. Núið blöndunni inn í kjötið og pöruna og gætið þess að krydda ofan í hvern skurð. Penslið steikarformið með svolítilli olíu og raðið lauksneiðum í það. Setjið hrygginn á grind og látið pöruna snúa upp. Hitið ofninn í 230°. Steikið hrygginn í um 20 mín. Lækkið þá hitann í 170° og steikið áfram í um 2 klst., eða þar til safinn sem rennur úr þegar prjóni er stungið djúpt í kjötið er alveg tær. Best er þó að nota kjöthitamæli og ætti hann þá að sýna 70-72°, sé honum stungið í miðju. Takið kjötið úr ofninum og setjið það á fat eða bretti, breiðið álpappír lauslega yfir og látið það standa á hlýjum stað í a.m.k. 25 mín. áður en það er borið fram. Setjið steikarformið á heita eldavélarhellu (ef það þolir slíka meðferð), hellið hvítvíni eða eplasafa í og skafið botninn vel til að losa um skófir. Ef formið þolir ekki að fara á eldavélina er best að hella víninu í það á meðan það er enn sjóðheitt úr ofninum. Fleytið mestalla fituna ofan af og síið soðið í pott. Bætið vatni og kjötkrafti í pottinn og látið sjóða í nokkrar mínútur. Hrærið rjómanum saman við soðið, smakkið og bragðbætið eftir þörfum með pipar, salti og e.t.v. meiri kjötkrafti. Þykkið sósuna með sósujafnara eða hveitihristingi en hafið hana þó fremur þunna.
Jólamatur Svínakjöt Uppskriftir Uppskriftir Nóatúns Mest lesið Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Frægir fundu ástina 2025 Lífið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira