Tónlist

Íslendingar áberandi

Mugison Plata Mugisons er í 25. sæti yfir bestu plötur ársins að mati bandaríska tímaritsins Pastemagazine.
Mugison Plata Mugisons er í 25. sæti yfir bestu plötur ársins að mati bandaríska tímaritsins Pastemagazine.

Hljómsveitin Sigur Rós á næstbestu plötu ársins samkvæmt heimasíðu bandaríska tónlistartímaritsins Pastemagazine. Mugison á jafnframt 25. bestu plötu ársins á listanum, Mugiboogie.

„Hápunktar plötunnar eru þegar rólegheitin eru sem mest, sérstaklega í upphafi lagsins Festival," sagði í dómnum um Með suð í eyrum við spilum endalaust með Sigur Rós. Mugison fær einnig afar jákvæða dóma. „Svar Íslands við Tom Waits tekur risastórt skref fram á við með Mugiboogie, sem er kraftmesta platan á hans ferli. Á plötunni er flakkað á milli tónlistarstíla og rödd Mugison er yndislegasta ótamda röddin í nútímatónlist."

Hljómsveitin She & Him er í efsta sæti listans með plötuna Volume One.

„Þetta er flott. Þeir hafa fylgst vel með mér í gegnum tíðina," segir Mugison um Pastemagazine. „Ég kíkti á þá um daginn þegar ég var að túra um Bandaríkin. Ætli það sé ekki þess vegna sem ég er á listanum," segir hann og hlær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×