Kalmar meistari - Sundsvall féll Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2008 15:59 Leikmenn Kalmar fagna marki. Nordic Photos / AFP Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni. Kalmar gerði jafntefli við Halmstad í dag, 2-2. Þar með varð liðið einu stigi á undan Helga Val Daníelssyni og félögum í Elfsborg sem unnu sinn leik í dag. Það hefði þó engu breytt ef Kalmar hefði tapað þar sem liðið er með betra markahlutfall en Elfsborg. Elfsborg lagði Gefle á útivelli, 2-1, en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg í dag eins og hann hefur langoftast gert allt tímabilið. Sundsvall tapaði í dag fyrir Malmö, 6-0, á útivelli og tókst þar með ekki að bjarga sér frá falli. Hefði Sundsvall unnið í dag hefði það dugað til að koma liðinu í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Sundsvall í dag. Sverrir Garðarsson sat á varamannabekk liðsins og Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. IFK Gautaborg varð í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tíu stigum á eftir meisturunum. Liðið tapaði fyrir Helsingborg í dag, 2-1, sem jafnaði þar með Gautaborg að stigum en er með lakara markahlutfall. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar í dag en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Norrköping var þegar fallið fyrir lokaumferðina í dag en liðið varð í neðsta sæti deildarinnar. Norrköping kvaddi þó úrvalsdeildina með 5-2 sigri á Hammarby. Gunnar Þór Gunnarsson, sem áður lék með Hammarby, kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Norrköping, og lagði upp eitt mark sinna manna. Þetta var ekki nema fjórði sigur Norrköping á tímabilinu. Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar þjálfara, tapaði í dag fyrir Trelleborg, 3-1 á heimavelli, og lauk keppni í tólfta sæti deildarinnar. GAIS tapaði fyrir AIK í dag, 2-0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS sem varð í ellefta sæti deildarinnar. Örgryte og Häcken tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og þá mætir Ljungskile, sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, liði Brommapojkarna sem varð í þriðja sæti B-deildarinnar, í tveimur leikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Sjá meira
Kalmar varð í dag sænskur meistari í knattspyrnu eftir að liðið gerði jafntefli í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag. Íslendingaliðin GIF Sundsvall og Norrköping féllu úr úrvalsdeildinni. Kalmar gerði jafntefli við Halmstad í dag, 2-2. Þar með varð liðið einu stigi á undan Helga Val Daníelssyni og félögum í Elfsborg sem unnu sinn leik í dag. Það hefði þó engu breytt ef Kalmar hefði tapað þar sem liðið er með betra markahlutfall en Elfsborg. Elfsborg lagði Gefle á útivelli, 2-1, en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í liði Elfsborg í dag eins og hann hefur langoftast gert allt tímabilið. Sundsvall tapaði í dag fyrir Malmö, 6-0, á útivelli og tókst þar með ekki að bjarga sér frá falli. Hefði Sundsvall unnið í dag hefði það dugað til að koma liðinu í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Sundsvall í dag. Sverrir Garðarsson sat á varamannabekk liðsins og Hannes Þ. Sigurðsson var ekki í leikmannahópnum en báðir hafa þeir átt við meiðsli að stríða að undanförnu. IFK Gautaborg varð í þriðja sæti deildarinnar með 54 stig, tíu stigum á eftir meisturunum. Liðið tapaði fyrir Helsingborg í dag, 2-1, sem jafnaði þar með Gautaborg að stigum en er með lakara markahlutfall. Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í liði Gautaborgar í dag en Hjálmar Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins. Né heldur Ólafur Ingi Skúlason hjá Helsingborg sem hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Norrköping var þegar fallið fyrir lokaumferðina í dag en liðið varð í neðsta sæti deildarinnar. Norrköping kvaddi þó úrvalsdeildina með 5-2 sigri á Hammarby. Gunnar Þór Gunnarsson, sem áður lék með Hammarby, kom inn á sem varamaður í hálfleik í liði Norrköping, og lagði upp eitt mark sinna manna. Þetta var ekki nema fjórði sigur Norrköping á tímabilinu. Djurgården, lið Sigurðar Jónssonar þjálfara, tapaði í dag fyrir Trelleborg, 3-1 á heimavelli, og lauk keppni í tólfta sæti deildarinnar. GAIS tapaði fyrir AIK í dag, 2-0. Eyjólfur Héðinsson var ekki í leikmannahópi GAIS sem varð í ellefta sæti deildarinnar. Örgryte og Häcken tryggðu sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á dögunum og þá mætir Ljungskile, sem varð í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar, liði Brommapojkarna sem varð í þriðja sæti B-deildarinnar, í tveimur leikjum um laust sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Handbolti Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Ekkert mark í grannaslagnum Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Í beinni: Fram - ÍA | Tvö lið sem lofa góðu mætast Leik lokið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Sjá meira