Tónlist

Kraumur verðlaunar í desember

Stefnt er á að afhenda Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn í byrjun desember. fréttablaðið/arnþór
Stefnt er á að afhenda Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn í byrjun desember. fréttablaðið/arnþór

Stefnt er á að afhenda Kraumsverðlaunin í fyrsta sinn í byrjun desember.

Um er að ræða plötuverðlaun sem eru sett á fót í þeim tilgangi að kynna og styðja við plötuútgáfu íslenskra hljómsveita og listamanna og vekja sérstaka athygli á þeim verkum sem skara fram úr í gæðum, metnaði og frumleika. Fimm plötur sem eru gefnar út á árinu verða tilnefndar til verðlaunanna, líklega í lok nóvember.

Af þeim hlýtur ein Kraumsverðlaunin. Ef sérstakt tilefni þykir til hefur dómnefnd vald til að auka við fjölda tilnefndra platna.

Spurður segir Eldar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Kraums, að til hliðsjónar Kraumsverðlaununum hafi verið hafðar virtar erlendar verðlaunahátíðir á borð við bresku Mercury-verðlaunin, bandarísku Shortlist-verðlaunin og hin kanadísku Polar-verðlaun. „Þetta eru plötuverðlaun í kringum okkur sem við höfum dálítið litið til," segir Eldar. „Við erum líka með þá nýjung að kaupa þá titla sem eru tilnefndir," segir hann en óvíst er hversu mikið upplag af plötunum verður keypt.

Dómnefnd Kraumsverðlaunanna hefur nú hafið störf. Hún er skipuð fimmtán aðilum sem hafa reynslu af að fjalla um og spila íslenska tónlist á ýmsum sviðum fjölmiðlunar, í dagblöðum, útvarpi og á netinu. Formaður dómnefndar er Árni Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×