Kryddaðar strútsbringur 2. maí 2008 00:01 Valdimar Sveinsson hjá Gallerí Kjöt hvetur fólk til að prófa nýjungar á grilliðfréttablaðið/Anton Grilltíðin er hafin með hlýnandi veðri og ilminn af kræsingunum leggur yfir stræti og torg. Strútsbringur, hjartarkótilettur og dádýr eru ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar kemur að grillmat en allt bragðast ljómandi vel. „Fólk er svolítið fast í þessu hefðbundna grillkjöti en hingað getur fólk komið með allskonar óskir,“ segir Valdimar Sveinsson verslunarstjóri í Gallerí Kjöti og Fiski á Dalvegi en þar er hægt að panta framandi kjöt. Valdimar segir strútsbringur og hjartarkjöt útvals mat að grilla en kjötið af strútinum er rautt og er matreitt eins og annað rautt kjöt. „Alla jafna erum við ekki með þessar framandi vörur í borðinu en þær er hægt að panta hjá okkur með smá fyrirvara ef fólk vill prófa eitthvað nýtt. þá getum við útvegað ýmislegt spennandi og hanterað kjötið svo það er tilbúið á grillið.“ Auk þess að geta útvegað óhefðbundin grillmat er Valdimar með úrval af tilbúnum réttum á grillið sem kryddaðir eru eftir kúnstarinnar reglum. Hann segir verslunina leitast við að bjóða upp á eitthvað sérstakt sem ekki fæst annarsstaðar og fólk þurfi lítið að hafa fyrir. „Við erum búin að liggja yfir því í allan vetur að hanna marineringar og fyllingar sem við bjóðum upp á í sumar,“ segir Valdimar. „Við leggjum upp úr því að hafa matinn sem heilnæmastan. Við notum ferskar kryddjurtir og réttar olíur í kryddlegina og reynum að sniðganga öll rotvarnarefni til að mæta kröfum neytandans um að fá þetta fljótlegt en hollt líka.“ heida@frettabladid.is Tilbúin spjót af lamba eða grísakjöti marineruð eftir innanbúðar uppskrift Gallerí Kjöts Ljúffengur humar í hvítlauksolíu tilbúinn á grillið. Grillaður humar er tilvalinn forréttur í grillveisluna. Marineraðar strútsbringur eru herramanns matur að grilla en þær þarf að panta með fyrirvara. Ferskar kryddjurtir og krydd án aukaefna eru notuð á grillréttina í Gallerí Kjöt. Matur Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Grilltíðin er hafin með hlýnandi veðri og ilminn af kræsingunum leggur yfir stræti og torg. Strútsbringur, hjartarkótilettur og dádýr eru ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar kemur að grillmat en allt bragðast ljómandi vel. „Fólk er svolítið fast í þessu hefðbundna grillkjöti en hingað getur fólk komið með allskonar óskir,“ segir Valdimar Sveinsson verslunarstjóri í Gallerí Kjöti og Fiski á Dalvegi en þar er hægt að panta framandi kjöt. Valdimar segir strútsbringur og hjartarkjöt útvals mat að grilla en kjötið af strútinum er rautt og er matreitt eins og annað rautt kjöt. „Alla jafna erum við ekki með þessar framandi vörur í borðinu en þær er hægt að panta hjá okkur með smá fyrirvara ef fólk vill prófa eitthvað nýtt. þá getum við útvegað ýmislegt spennandi og hanterað kjötið svo það er tilbúið á grillið.“ Auk þess að geta útvegað óhefðbundin grillmat er Valdimar með úrval af tilbúnum réttum á grillið sem kryddaðir eru eftir kúnstarinnar reglum. Hann segir verslunina leitast við að bjóða upp á eitthvað sérstakt sem ekki fæst annarsstaðar og fólk þurfi lítið að hafa fyrir. „Við erum búin að liggja yfir því í allan vetur að hanna marineringar og fyllingar sem við bjóðum upp á í sumar,“ segir Valdimar. „Við leggjum upp úr því að hafa matinn sem heilnæmastan. Við notum ferskar kryddjurtir og réttar olíur í kryddlegina og reynum að sniðganga öll rotvarnarefni til að mæta kröfum neytandans um að fá þetta fljótlegt en hollt líka.“ heida@frettabladid.is Tilbúin spjót af lamba eða grísakjöti marineruð eftir innanbúðar uppskrift Gallerí Kjöts Ljúffengur humar í hvítlauksolíu tilbúinn á grillið. Grillaður humar er tilvalinn forréttur í grillveisluna. Marineraðar strútsbringur eru herramanns matur að grilla en þær þarf að panta með fyrirvara. Ferskar kryddjurtir og krydd án aukaefna eru notuð á grillréttina í Gallerí Kjöt.
Matur Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira