Dark Knight slær öll aðsóknarmet 29. júlí 2008 06:00 The Dark Knight hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi, en 25.000 manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn og aldrei hafa selst jafnmargir miðar í forsölu. „Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn. „Við vorum með háleit markmið, en þetta er mun meira en við bjuggumst við. Tæplega 25.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd. Það jafngildir því að átta prósent þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að 25. júlí hafi verið heitasti dagur sumarsins,“ segir Sigurður. „Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir. Aðspurður segir hann margt spila inn í velgengni myndarinnar. „Sorglegt fráfall Heaths Ledger og góðar viðtökur myndarinnar vestanhafs hafa sitt að segja, en ekki síst hvað það spyrst út á meðal fólks hversu góð myndin er. Það er alltaf löng röð í miðasölunni og menn mæta jafnvel málaðir í framan eins og jókerinn,“ segir Sigurður að lokum. Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira
„Við vorum einmitt að fá póst frá Warner Brothers þar sem þeir óska okkur til hamingju með þennan árangur,“ segir Sigurður Victor Chelbat, markaðsstjóri SamFilm, sem sér um dreifingu kvikmyndarinnar The Dark Knight, en myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á Íslandi síðan hún var frumsýnd 23. júlí síðastliðinn. „Við vorum með háleit markmið, en þetta er mun meira en við bjuggumst við. Tæplega 25.000 manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd. Það jafngildir því að átta prósent þjóðarinnar hafi ákveðið að fara í bíó þrátt fyrir að 25. júlí hafi verið heitasti dagur sumarsins,“ segir Sigurður. „Það sem gerir þetta met enn merkilegra er að þetta er fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum jól eða aðrar hátíðir. Aðspurður segir hann margt spila inn í velgengni myndarinnar. „Sorglegt fráfall Heaths Ledger og góðar viðtökur myndarinnar vestanhafs hafa sitt að segja, en ekki síst hvað það spyrst út á meðal fólks hversu góð myndin er. Það er alltaf löng röð í miðasölunni og menn mæta jafnvel málaðir í framan eins og jókerinn,“ segir Sigurður að lokum.
Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Fékk „karlrembu, transfóbíu og rasisma“ í flasið á skurðstofunni Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Fleiri fréttir Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Leikið sjónvarpsefni aftur hluti af Eddunni Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Ólafur Darri verður Þór Sækir um skilnað frá Schneider Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Leo og félagar hlutu flestar tilnefningar Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Sinners slær met yfir flestar Óskarstilnefningar Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Sjá meira