Fjórir leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Stefán Gíslason var að venju í liði Bröndby sem steinlá 3-0 heima fyrir Randers.
Kári Árnason og félagar hjá AGF töpuðu 3-1 fyrir OB og Gunnar Heiðar Þorvaldsson var í liði Esbjerg sem gerði 1-1 jafntefli við Nordsjælland. Þá vann Midtjylland 2-1 sigur á Horsens á heimavelli.