Íslenskur níðingur dæmdur í Noregi 23. nóvember 2008 07:45 Lögreglan í Stavangri íslenskur maður sat grímuklæddur fyrir tíu ára gamalli stúlku í skógi nálægt Stavangri í Noregi. Hann var á dögunum dæmdur fyrir tilraun til nauðgunar. Håkon Vold Íslenskur fjölskyldufaðir á sextugsaldri var á dögunum dæmdur fyrir tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í nálægð við Stavangur í Noregi. Þá var honum gert að greiða stúlkunni hundrað þúsund norskar krónur. Maðurinn sat grímuklæddur fyrir stúlkunni snemma morguns í skógi á milli tveggja þorpa nærri Stavangri í Noregi. Stúlkan hjólar þá leið daglega á leið til skóla. Maðurinn hafði um nokkurra daga skeið fylgst með börnum á leið til skóla og komist að raun um að stúlkan var yfirleitt sein á ferð. Fyrir dómi lýsti maðurinn því þegar hann stoppaði stúlkuna og sagði: „Sæl vina mín, hvað heitir þú?" Þá hafi hann beðið hana að koma með sér inn í skóginn. Þegar hún neitaði því dró hann upp hníf, greip fyrir vit stúlkunnar og bar hana inn í skóginn. Þar afklæddi hann stúlkuna. Þegar hann var að klæða sjálfan sig úr buxunum tókst henni að flýja. Stúlkan hljóp fyrst heim til nágranna sinna sem reyndust ekki heima. Þá hljóp hún alla leið heim til sín, um tíu mínútna leið. Fyrir réttinum sagði móðir stúlkunnar hana eiga afar erfitt eftir þessa reynslu. Hún velti því meðal annars stöðugt fyrir sér hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða hana. Það tók lögregluna tvær vikur að finna manninn. Hann var fyrst yfirheyrður sem vitni í málinu. Þá sagðist hann ekkert hafa séð óvenjulegt. Lögreglan bar svo kennsl á hann með DNA-sýni á hnífnum sem hann hafði notað, en honum hafði hann týnt í skóginum. Þegar maðurinn var handtekinn fannst barnaklám á heimili hans. Odd Kristian Stokke, blaðamaður hjá Stavanger Aftenposten, fylgdist með réttarhöldunum. Hann segir manninn hafa horft niður mestallan tímann. Auðsýnilegt hafi verið að hann skammaðist sín. Komið hafi þar fram að réttargeðlæknir segði hann ekki veikan á geði. Hann væri hins vegar með óvenjulega lága greindarvísitölu. Þá kom fram að hann hefði sjálfur lent í kynferðislegri misnotkun sem barn. Árið 1978 var maðurinn dæmdur fyrir nauðgun hér á landi. Hann hefur verið búsettur í Noregi í mörg ár og hefur ekki áður verið dæmdur fyrir sambærileg brot þar. Hann er giftur íslenskri konu og þau eiga tvö börn. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Íslenskur fjölskyldufaðir á sextugsaldri var á dögunum dæmdur fyrir tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í nálægð við Stavangur í Noregi. Þá var honum gert að greiða stúlkunni hundrað þúsund norskar krónur. Maðurinn sat grímuklæddur fyrir stúlkunni snemma morguns í skógi á milli tveggja þorpa nærri Stavangri í Noregi. Stúlkan hjólar þá leið daglega á leið til skóla. Maðurinn hafði um nokkurra daga skeið fylgst með börnum á leið til skóla og komist að raun um að stúlkan var yfirleitt sein á ferð. Fyrir dómi lýsti maðurinn því þegar hann stoppaði stúlkuna og sagði: „Sæl vina mín, hvað heitir þú?" Þá hafi hann beðið hana að koma með sér inn í skóginn. Þegar hún neitaði því dró hann upp hníf, greip fyrir vit stúlkunnar og bar hana inn í skóginn. Þar afklæddi hann stúlkuna. Þegar hann var að klæða sjálfan sig úr buxunum tókst henni að flýja. Stúlkan hljóp fyrst heim til nágranna sinna sem reyndust ekki heima. Þá hljóp hún alla leið heim til sín, um tíu mínútna leið. Fyrir réttinum sagði móðir stúlkunnar hana eiga afar erfitt eftir þessa reynslu. Hún velti því meðal annars stöðugt fyrir sér hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða hana. Það tók lögregluna tvær vikur að finna manninn. Hann var fyrst yfirheyrður sem vitni í málinu. Þá sagðist hann ekkert hafa séð óvenjulegt. Lögreglan bar svo kennsl á hann með DNA-sýni á hnífnum sem hann hafði notað, en honum hafði hann týnt í skóginum. Þegar maðurinn var handtekinn fannst barnaklám á heimili hans. Odd Kristian Stokke, blaðamaður hjá Stavanger Aftenposten, fylgdist með réttarhöldunum. Hann segir manninn hafa horft niður mestallan tímann. Auðsýnilegt hafi verið að hann skammaðist sín. Komið hafi þar fram að réttargeðlæknir segði hann ekki veikan á geði. Hann væri hins vegar með óvenjulega lága greindarvísitölu. Þá kom fram að hann hefði sjálfur lent í kynferðislegri misnotkun sem barn. Árið 1978 var maðurinn dæmdur fyrir nauðgun hér á landi. Hann hefur verið búsettur í Noregi í mörg ár og hefur ekki áður verið dæmdur fyrir sambærileg brot þar. Hann er giftur íslenskri konu og þau eiga tvö börn.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira