Þrír Pólverjar eru í haldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Á ellefta tímanum í gærkvöldi var tilkynnt um bíl sem hafði oltið af veginum við Vatnsleysuströnd.
Í ljós kom að þar voru tveir Pólverjar á ferð, báðir ölvaðir og ekki er vitað hvor hafði verið undir stýri. Þeim var stungið inn yfir nóttina og bíða þess nú að verða hæfir til yfirheyrslu.
Á fjórða tímanum í gærdag lenti pólskur karlmaður í árekstri fyrir utan Vínbúðina í Hafnargötunni í Keflavík.
Maðurinn stökk út úr bílnum og hljóp á brott. Rúmum klukkutíma síðar fann lögreglan manninn á heimili sínu.
Hann var fluttur í fangageymslu. Fólkið í hinum bílnum slapp ómeitt.