Sigurður nýtur stuðnings stjórnar og leikmanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júlí 2008 13:23 Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården. Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu. Djurgården tapaði leiknum, 2-1, en gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Þar með hefur Djurgården ekki unnið í sjö leikjum í röð og er liðið í áttunda sæti með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Kalmar. Leikmenn eru þegar búnir að afskrifa allar vonir um meistaratitilinn. Djurgården vann síðast leik er liðið vann 3-1 sigur á þriðjudeildarliðinu Råslätt í sænsku bikarkeppninni. Það var 1. maí. Sigurður mun þó þjálfa liðið áfram, segir Bosse Lundquist, einn forráðamanna félagsins. „Ég get ekki séð að þjálfararnir hafi gert nein mistök," sagði hann. „Vissulega er pressa á liðinu en ég held að liðið hafi tekið framförum. Við erum að spila betur, jafnvel þótt við töpum." Hann segir einnig í samtali við Aftonbladet að hann sé þess fullviss að Sigurður og Paul Lindholm, aðstoðarmaður hans, verði við stjórnvölinn út leiktíðina. „Algjörlega. Ég sé enga aðra möguleika í stöðunni. Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir hafa staðið sig mjög vel." Leikmenn tóku í svipaðan streng. „Þjálfararnir hafa unnið mjög gott starf og njóta míns stuðnings," sagði bakvörðurinn Lance Davies. Sjálfur sagði Sigurður að hann hugsaði um ekkert annað en næsta leik. „Það kemur mér ekki við hversu mörgum leikjum í röð við höfum tapað. Ég hugsa bara um næsta leik og ætla að gera allt til að vinna hann. Ég set pressu á mig sjálfur og vill ekkert frekar en að Djurgården gangi vel. Ég elska Djurgården og ég veit að vendipunkturinn er skammt undan." Stuðningsmenn Djurgården eru þó allt annað en ánægðir með störf Sigurðar og Lindholm. Þeir gerðu aðsúg að varamannaskýli liðsins í gær eftir að Gautaborg komst yfir og létu ókvæðisorð rigna yfir þá. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu. Djurgården tapaði leiknum, 2-1, en gestirnir skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma. Þar með hefur Djurgården ekki unnið í sjö leikjum í röð og er liðið í áttunda sæti með átján stig, ellefu stigum á eftir toppliði Kalmar. Leikmenn eru þegar búnir að afskrifa allar vonir um meistaratitilinn. Djurgården vann síðast leik er liðið vann 3-1 sigur á þriðjudeildarliðinu Råslätt í sænsku bikarkeppninni. Það var 1. maí. Sigurður mun þó þjálfa liðið áfram, segir Bosse Lundquist, einn forráðamanna félagsins. „Ég get ekki séð að þjálfararnir hafi gert nein mistök," sagði hann. „Vissulega er pressa á liðinu en ég held að liðið hafi tekið framförum. Við erum að spila betur, jafnvel þótt við töpum." Hann segir einnig í samtali við Aftonbladet að hann sé þess fullviss að Sigurður og Paul Lindholm, aðstoðarmaður hans, verði við stjórnvölinn út leiktíðina. „Algjörlega. Ég sé enga aðra möguleika í stöðunni. Þetta er ekki þeim að kenna. Þeir hafa staðið sig mjög vel." Leikmenn tóku í svipaðan streng. „Þjálfararnir hafa unnið mjög gott starf og njóta míns stuðnings," sagði bakvörðurinn Lance Davies. Sjálfur sagði Sigurður að hann hugsaði um ekkert annað en næsta leik. „Það kemur mér ekki við hversu mörgum leikjum í röð við höfum tapað. Ég hugsa bara um næsta leik og ætla að gera allt til að vinna hann. Ég set pressu á mig sjálfur og vill ekkert frekar en að Djurgården gangi vel. Ég elska Djurgården og ég veit að vendipunkturinn er skammt undan." Stuðningsmenn Djurgården eru þó allt annað en ánægðir með störf Sigurðar og Lindholm. Þeir gerðu aðsúg að varamannaskýli liðsins í gær eftir að Gautaborg komst yfir og létu ókvæðisorð rigna yfir þá.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira