Tónlist

Lifandi hiphop

Tónlistarmaðurinn Rain er að gefa út sína fimmtu sólóplötu, No Strings Attached.
Tónlistarmaðurinn Rain er að gefa út sína fimmtu sólóplötu, No Strings Attached.

Tónlistarmaðurinn Jóhannes Birgir Pálmason, sem kallar sig Rain, er að gefa út sína fimmtu sólóplötu, No Strings Attached. Rain gaf út tvær plötur á síðasta ári sem voru báðar á íslensku en sú nýja er aftur á móti á ensku. „Þessi plata er líka ólík hinum vegna þess að hún er mjög mikið spiluð „live". Hiphop er yfirleitt samplað en ég held að þetta sé fyrsta hiphop-platan á Íslandi sem er spiluð „live"," segir hann.

Átta gítarleikarar koma við sögu á plötunni og tveir bassaleikarar, auk söngkonunnar Elínar Eyþórsdóttur og Braga úr hljómsveitinni Johnny and the Rest. Lýsir Rain plötunni sem blöndu af hiphoppi, blús og kántrítónlist.

Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru fyrirhugaðir í nóvember. Fyrst mun Rain þó spila á Iceland Airwaves-tónlistarhátíðinni sem hefst í næstu viku. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×