Allt útlit er fyrir að nýja myndin um fornleifafræðinginn ævintýragjarna, Indiana Jones, slái aðsóknarmet um helgina. Myndin var frumsýnd víða um heim á fimmtudag.
Í Bandaríkjunum einum halaði hún inn jafnvirði nærri tveggja milljarða króna í aðgangseyri fyrsta sýningardaginn. Þetta er fjórða stærsta fimmtudagasopnun í Bandaríkjunum. Kvikmyndaframleiðendur í Bandaríkjunum binda vonir við að fjórða myndin um Indiana Jones dragi bransann úr þeirri lægð sem hann mun hafa verð í snemmsumars síðustu árin.