Rúrik Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Viborg sem vann í dag 3-2 sigur á Lyngby í dönsku B-deildinni í knattspyrnu.
Lyngby komst í 2-0 með mörkum á fyrstu sautján mínútum leiksins en Rúrik skoraði tvívegis á síðasta stundarfjórðungi hálfleiksins. Viborg tryggði sér svo sigur í síðari hálfleik.
Viborg er í öðru sæti deildrinnar með 28 stig eftir þrettán umferðir, tveimur stigum á eftir toppliði Herfölge.