Bandaríska frjálsíþróttagoðsögnin Carl Lewis er heldur varkár í yfirlýsingum sínum um árangur Usain Bolt á hlaupabrautinni í ár.
Bolt varð á Ólympíuleikunum í Peking fyrsti maðurinn til að vinna gull í 100, 200 og 4x100 metra hlaupum karla síðan að Lewis gerði það í Los Angeles árið 1984. Bolt varð hins vegar fyrsti maðurinn til að setja heimsmet í öllum þremur greinunum á einum og sömu leikunum.
Lewis gagnrýnir hins vegar lyfjastefnu frjálsíþróttasambandsins í heimalandi Bolt, Jamaíku. Sambandið framkvæmir ekki tilviljunarkennd lyfjapróf, líkt og í Bandaríkjunum.
„Þegar ég er spurður um Bolt segi ég að hann gæti hugsanlega orðið besti íþróttamaður allra tíma," sagði Lewis. „En að hlaupa 10,03 sekúndur á einu ári og 9,69 á því næsta - ef maður setur ekki spurningamerki við það þegar íþróttin hefur það orðspor á sér sem hún hefur nú, væri maður bjáni. Svo einfalt er það."
„Ég er stoltur af Bandaríkjunum því það er með besta lyfjaeftirlitið í heimi. Í Jamaíku geta menn æft mánuðum saman án þess að fara í lyfjapróf."
„Það er enginn að ásakast Bolt en það er ekki hægt að búa við aðrar reglur og krefjast svo sömu virðingarinnar."
Lewis setur spurningamerki við árangur Bolt
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti



„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti