Tónlist

Cliff til liðs við Shadows á ný

Cliff Richard á tónleikum sínum í Laugardalshöll á síðasta ári.
Cliff Richard á tónleikum sínum í Laugardalshöll á síðasta ári. fréttablaðið/anton

Söngvarinn Cliff Richard ætlar í tónleikaferð seint á næsta ári með sínum gömlu félögum í The Shadows í tilefni af fimmtíu ára afmæli hljómsveitarinnar.

The Shadows með Cliff innanborðs náði gríðarlegum vinsældum á sjötta og sjöunda áratugnum og komu þeir nítján lögum í efsta sæti breska vinsældalistans, þar á meðal Move It og Living Doll. Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir spila saman í tuttugu ár.

Hljómsveitin segir að tónleikaferðin verði sú síðasta sem hún fari en í henni ferðast hún víðs vegar um Bretland. The Shadows var upphaflega stofnuð til að aðstoða Cliff Richard. Fyrst um sinn hét hún The Drifters en þurfti að breyta um nafn þegar hún komst að því að bandarísk hljómsveit með sama nafni væri starfandi.

The Shadows spilaði víða um heim á áttunda og níunda áratugnum en á sama tíma naut Cliff mikilla vinsælda sem sólótónlistarmaður. Hann kom meðal annars hingað til lands á síðasta ári og söng í Laugardalshöllinni við góðar undirtektir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×