Stærsta sjónvarpsíþróttahelgi sögunnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. maí 2008 14:03 Um helgina ræðst hverjir verða Englandsmeistarar í knattspyrnu. Nordic Photos / Getty Images Framundan er risaíþróttahelgi en fjöldi íþróttaviðburða verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 um helgina. Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsbankadeild karla, fer af stað um helgina og verður opnunarleikur mótsins, viðureign Keflavíkur og Vals, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.15 á laugardaginn. Á sunnudaginn fer svo fram lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og verða sex leikir í beinni útsendingu samtímis á sunnudaginn á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum hennar. Þá má ekki gleyma 442 þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Þar að auki er úrslitakeppnin í ensku B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni að hefjast og verður leikur Crystal Palace og Bristol City í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Það er svo boðið upp á fjögurra daga Formúluveislu í Tyrklandi um helgina en keppnin sjálf verður á sunnudaginn. Stærsta mótið á bandarísku mótaröðinni í golfi, The Players Championship, er einnig á dagskrá um helgina og verður sýnt beint frá keppninni á föstudag, laugardag og sunnudag. NBA-úrslitakeppnin er í fullum gangi og hefur sjaldan verið eins skemmtileg. LA Lakers hefur enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni en mæta nú á sterkasta heimavöll deildarinnar í vetur þar sem gestgjafarnir verða Utah Jazz. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. Að venju verður sýnt frá spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annað spænskt lið, Ciudad Real, verður í eldlínunni á sunnudaginn er þeir mæta til Kiel í Þýskalandi í síðari viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel vann fyrri viðureignina á Spáni og verður því á brattann að sækja fyrir Ólaf Stefánsson og félaga. Það mun því varla gefast tími til að standa upp úr sófanum fyrir íþróttafíkla um helgina, nema þá helst til að skella sér á völlinn á laugardaginn. Erlendar Innlendar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sjá meira
Framundan er risaíþróttahelgi en fjöldi íþróttaviðburða verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2 um helgina. Íslandsmótið í knattspyrnu, Landsbankadeild karla, fer af stað um helgina og verður opnunarleikur mótsins, viðureign Keflavíkur og Vals, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 16.15 á laugardaginn. Á sunnudaginn fer svo fram lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar og verða sex leikir í beinni útsendingu samtímis á sunnudaginn á Stöð 2 Sport 2 og hliðarrásum hennar. Þá má ekki gleyma 442 þar sem lokaumferðin verður gerð upp. Þar að auki er úrslitakeppnin í ensku B-deildinni um eitt laust sæti í úrvalsdeildinni að hefjast og verður leikur Crystal Palace og Bristol City í beinni á Stöð 2 Sport á laugardaginn. Það er svo boðið upp á fjögurra daga Formúluveislu í Tyrklandi um helgina en keppnin sjálf verður á sunnudaginn. Stærsta mótið á bandarísku mótaröðinni í golfi, The Players Championship, er einnig á dagskrá um helgina og verður sýnt beint frá keppninni á föstudag, laugardag og sunnudag. NBA-úrslitakeppnin er í fullum gangi og hefur sjaldan verið eins skemmtileg. LA Lakers hefur enn ekki tapað leik í úrslitakeppninni en mæta nú á sterkasta heimavöll deildarinnar í vetur þar sem gestgjafarnir verða Utah Jazz. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. Að venju verður sýnt frá spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en annað spænskt lið, Ciudad Real, verður í eldlínunni á sunnudaginn er þeir mæta til Kiel í Þýskalandi í síðari viðureign liðanna í úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta. Kiel vann fyrri viðureignina á Spáni og verður því á brattann að sækja fyrir Ólaf Stefánsson og félaga. Það mun því varla gefast tími til að standa upp úr sófanum fyrir íþróttafíkla um helgina, nema þá helst til að skella sér á völlinn á laugardaginn.
Erlendar Innlendar Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sjá meira